Hlaupastyrkur

Hlauparar

42.2 km

Sigurjón Rúnarsson

Hleypur fyrir Krabbameinsfélag Austfjarða

Samtals Safnað

15.000 kr.
8%

Markmið

200.000 kr.

Ég ákvað fyrir nokkrum árum að ég skyldi hlaupa marathon áður en ég yrði fimmtugur. Nú er staðan sú að ég er alveg að falla á tíma þannig að planið er að hlunkast þessa rúmu 42 kílómetra í ágúst.  Ég er reyndar þannig gerður að ég þarf alltaf að hafa einhverja keppni í því sem ég geri og þess vegna hef ég sett mér það markmið að taka ekki meira en fjóra tíma í hlaupið.  Hvort það er raunhæft eða ekki verður bara að koma í ljós. Þá finnst mér ekki spurning um að nýta tækifærið sem gefst með þátttökunni til að styrkja gott málefni og varð Krabbameinsfélag Austfjarða fyrir valinu.  

Krabbameinsfélag Austfjarða

Krabbameinsfélag Austfjarða er góðgerðarfélag sem styður við hagsmuni krabbameinsgreindra og aðstandenda og þjónustar svæðið sem telur Fjarðabyggð og Djúpavog. Félagið hefur það að markmiði að berjast í hvívetna gegn krabbameini með forvörnum, stuðningi við rannsóknir, þróun á lækningaraðferðum og endurnýjun á lækningatækjum. Félagið veitir stuðning og ráðgjöf til félaga sinna og fjölskyldna þeirra, sem greinst hafa með krabbamein og eru eða hafa verið í þeirri baráttu og greiðir til dæmis niður dvalarkostnað og aksturstyrk sjúklinga þegar þeir þurfa að dvelja til lengri tíma fjarri heimilum sínum. Félagið rekur skrifstofu þar sem starfar ráðgjafi. Félagið býður krabbameinsgreindum einnig upp á sálfræðiþjónustu, fjölskylduráðgjöf, markþjálfun og árskort í sund sem og að halda úti karla og konuhópi fyrir krabbameinsgreinda.

Nýir styrkir

Stöðuþráður hlaupara

Margrét Óskarsdóttir
Upphæð5.000 kr.
Engin skilaboð
Guðrún
Upphæð5.000 kr.
Frábært hjá þér - ferð létt með þetta 🥰
Bryngeir
Upphæð5.000 kr.
Engin skilaboð

Samstarfsaðilar

  • Íslandsbanki
  • Suzuki
  • ÍTR
  • 66 Norður
  • Kynnisferðir / Reykjavik Excursions
  • Bændaferðir / Hey Iceland
  • Gatorade