Hlaupastyrkur

Hlauparar

42.2 km

Hilmar Örn Óskarsson

Hleypur fyrir Endósamtökin

Samtals Safnað

144.500 kr.
72%

Markmið

200.000 kr.

Í raun veit ég lítið um endómetríósu. Vísindafólk veit miklu meira. En ég veit þó að hún er kvalafull. Konan mín þjáist af endómetríósu og vegna sjúkdómsins þurftum við að sækja aðstoð til vísindafólksins þegar okkur langaði að eignast barn. Það er ekki sjálfgefið að það gangi upp þannig að við erum þakklát. Á myndinni er ég einmitt með ofursnilldina hana Myrru Björt í fanginu.

Ég hleyp fyrir konuna mína og aðra leghafa sem þjást af sjúkdómnun. Það hefur átt sér stað mikil vitundarvakning undanfarna mánuði varðandi endómetríósu, hún er að verða sýnilegri og meira í umræðunni. Hver tók ekki eftir risavöxnum túrtappa á akstri um götur borgarinnar? Ég stuðla stoltur að því að hún verði áframhaldandi.

Fyrir ári síðan hljóp ég hálft maraþon fyrir samtökin og setti mér það markmið að safna fyrir þau hundrað þúsund krónum. Núna ætla ég að hlaupa helmingi lengra og set mér því eðlilega það markmið að safna helmingi meira. Segi bara eins og Byko, gerum þetta saman!

Ást í hrúgum,

Hilmar


Endósamtökin

Um 10% fólks sem fæðist með leg er með endómetríósu eða um 176 milljónir í heiminum. Endómetríósa er ekki bara slæmir túrverkir. Sjúkdómnum geta fylgt miklar kvalir og ýmsir erfiðir fylgikvillar, þar á meðal meltingarvandræði og ófrjósemi. Meðalgreiningartími er 7-8 ár. Stuðningur og fræðsla er meginverkefni Samtaka um endómetríósu. Samtökin vinna ötullega að því að fræða almenning og heilbrigðisstarfsfólk um sjúkdóminn. Margt fólk með endómetríósu finnur fyrir vantrú annarra og þarf enn þann dag í dag að berjast fyrir viðurkenningu á líðan sinni og einkennum.

Nýir styrkir

Stöðuþráður hlaupara

Heiða & fam
Upphæð4.000 kr.
Áfram þú 👏🏼
Karl Jóhann Garðarsson
Upphæð2.000 kr.
Vel gert kyosanim!
Jón Ingi og Dagný
Upphæð5.000 kr.
Gangi þér vel. - Frábært framtak!
Queen A.R.
Upphæð5.000 kr.
Fyrir elsku Helgu okkar og alla hina leghafana sem glíma við þennan sjúkdóm 💜
Bókabeitan ehf
Upphæð20.000 kr.
Áfram þú!
Elísabet I Auðardóttir
Upphæð5.000 kr.
Anda með lokaðan munn🥰
Guðrún Gunnarsdóttir
Upphæð2.000 kr.
Frábært framtak fyrir mjög svo verðugt málefni!
Lovísa Yrsa Magnadóttir
Upphæð3.500 kr.
Engin skilaboð
Börkur Orri Guðmundsson
Upphæð2.000 kr.
Áfram gamli
Sigrun Hauksdottir
Upphæð17.000 kr.
Besti
Lady Theodóra
Upphæð5.000 kr.
Seigur strákur!!!
Guðrún Helga Sigurðardóttir
Upphæð2.000 kr.
Áfram þú
Auður Gréta Óskarsdóttir
Upphæð5.000 kr.
þú er rokkstjarna Hilmar
Sonja ósk
Upphæð1.000 kr.
Frábært
Mike Hock
Upphæð1.000 kr.
I know you can do this Hilmar!
Upphæð5.000 kr.
Engin skilaboð
Tofu
Upphæð1.000 kr.
mjá
Diljá Eik
Upphæð10.000 kr.
From Hoang family :*
Sigrun Hauksdottir
Upphæð10.000 kr.
Gangi ykkur vel
Sigrun Hauksdottir
Upphæð1.000 kr.
Gangi ykkur vel
Marta
Upphæð5.000 kr.
Engin skilaboð
Magnús
Upphæð31.000 kr.
Við hjá hlaupum
Upphæð2.000 kr.
Engin skilaboð

Samstarfsaðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • ÍTR
  • 66 Norður
  • Kynnisferðir / Reykjavik Excursions
  • Gatorade