Hlaupastyrkur

Hlauparar

10 km

Eva Þyri Hilmarsdóttir

Hleypur fyrir Endósamtökin

Samtals Safnað

73.000 kr.

Ég hleyp að sjálfsögðu fyrir samtökin mín!

Sem fyrrverandi stjórnarkonu finnst mér stórkostlegt að sjá hvað núverandi stjórn er öflug og stendur sig vel í að bæta fræðslu og þjónustu við endósjúklinga. Bravó þið!

Ég fékk fyrstu endóverkina 13 ára en greindist ekki fyrr en 25 ára, en sumir þurfa því miður að bíða miklu lengur eftir greiningu.

Ég á að baki 2 kviðarholsspeglanir, eina legspeglun, 3 glasameðferðir, fósturlát og ógrynni af lyfjakúrum. Ég get sætt mig við að vera barnlaus sökum endómetríósu, en ég mun aldrei sætta mig við verkina sem mér hafa verið úthlutaðir frá 13 ára aldri.

Það er ómetanlegt að finna samstöðuna og samkenndina innan samtakanna og sjá almenning og heilbrigðiskerfið smátt og smátt átta sig, þökk sé þrotlausri baráttu.

Endósamtökin

Um 10% fólks sem fæðist með leg er með endómetríósu eða um 176 milljónir í heiminum. Endómetríósa er ekki bara slæmir túrverkir. Sjúkdómnum geta fylgt miklar kvalir og ýmsir erfiðir fylgikvillar, þar á meðal meltingarvandræði og ófrjósemi. Meðalgreiningartími er 7-8 ár. Stuðningur og fræðsla er meginverkefni Samtaka um endómetríósu. Samtökin vinna ötullega að því að fræða almenning og heilbrigðisstarfsfólk um sjúkdóminn. Margt fólk með endómetríósu finnur fyrir vantrú annarra og þarf enn þann dag í dag að berjast fyrir viðurkenningu á líðan sinni og einkennum.

Nýir styrkir

Stöðuþráður hlaupara

ÁÓ
Upphæð3.000 kr.
Bestust
Kristín Guðmundsdóttir
Upphæð3.000 kr.
Gangi þér vel elsku frænka!
Jónas Þór Snæbjörnsson
Upphæð2.000 kr.
Engin skilaboð
Hilmar
Upphæð15.000 kr.
Vont að geta ekki hlaupið líka
Sesselja
Upphæð5.000 kr.
Gangi þér vel
Gunni bró
Upphæð5.000 kr.
Engin skilaboð
Hófí
Upphæð2.000 kr.
Áfram Þyri! 💪❤️ Áfram Endó! 💛
Björg
Upphæð10.000 kr.
Þú ert hetja! <3
Furðufugl
Upphæð10.000 kr.
Engin skilaboð
Upphæð10.000 kr.
Engin skilaboð
Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir
Upphæð5.000 kr.
Áfram Eva Þyri og áfram Endósamtökin!!💛
Klara Rún Vilhjálmsdóttir
Upphæð1.000 kr.
Engin skilaboð
Sonja
Upphæð2.000 kr.
Áfram Eva Þyrí, þú kassar þetta

Samstarfsaðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • ÍTR
  • 66 Norður
  • Kynnisferðir / Reykjavik Excursions
  • Gatorade