Hlauparar
Samtals Safnað
Markmið
Ég heiti Gerður María Sveinsdóttir og ég hleyp til styrktar Erninum í minningu pabba míns.
Ég missti pabba minn í maí 2022. Þá þurfti ég að aðlagast nýju lífi þar sem að einn af mínum bestu stuðningsmönnum var ekki lengur til staðar.
Ég hef fengið hjálp úr mörgum áttum en það sem hefur gagnast mér mest er að mæta í Örninn. Þar hef ég eignast vinkonur sem hafa staðið í sömu sporum og ég og kynnst yndislegu fólki sem er alltaf boðið og búið að hjálpa okkur.
Pabbi minn hvatti mig alltaf áfram og ég er svo þakklát fyrir árin 14 sem ég fékk með honum. Hann kenndi mér 4 gildi:
Heiðarleiki
Hugulsemi
Hugrekki
Hamingja
Ég hleyp eftir þessum gildum. Ég hleyp fyrir önnur börn í minni stöðu. Ég hleyp fyrir þau sem glíma við ME. Ég hleyp fyrir Örninn, og ég hleyp fyrir pabba minn.
Takk fyrir stuðninginn❤️💪
Örninn - Minningar og styrktarsjóður
Örninn styður börn og unglinga á aldrinum 9 til 17 ára sem hafa misst foreldri eða annan náin ástvin.
Nýir styrkir