Hlauparar
Erna Elínbjörg Láru Skúladóttir
Hleypur fyrir Ljósið - Endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og er liðsmaður í Ljósasystur
Samtals Safnað
Markmið
Ég hleyp fyrir Ljósið með dásamlegum, kraftmiklum og skemmtilegum hópi ungra kvenna sem ég hef kynnst þar. Ljósið er eins konar paradís fyrir krabbameinsgreinda sem hefur létt mér lífið á svo óteljandi vegu síðan ég byrjaði í minni krabbameinsmeðferð fyrir einu og hálfu ári síðan. Ég get í raun ekki hugsað mér hvernig hefði verið að takast á við þennan sjúkdóm án þess andlega, líkamlega og félagslega stuðnings sem þetta ótrúlega félag veitir. Nú þegar ég er við það að klára mitt krabbameinsferli vil ég gjarnan gefa til baka og um leið hlaupa mig áleiðis til bata og nýs lífs eftir marga strembna mánuði.
Takk fyrir allt.
Ljósið - Endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda
Ljósið er sjálfstætt starfandi endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda. Hjá okkur starfar þverfaglegur hópur fagaðila að andlegri, líkamlegri og félagslegri endurhæfingu þeirra sem greinast með krabbamein allt frá 16 ára aldri. Einnig veitum við þeim sem greinast og aðstandendum allt niður í 6 ára aldur fræðslu og stuðning.
Nýir styrkir