Hlauparar
Samtals Safnað
Markmið
Ég ætla að hlaupa fyrir elsku mömmu sem greindist nýlega með krabbamein og allar þær konur sem þurfa á mikilvægri þjónustu kvennadeildar 21A að halda.
Í ár safnar LÍF styrktarfélag fyrir kaupum á nýju sónartæki fyrir kvennadeild 21A, en tækið gagnast afar vel við skoðanir, greiningar og meðferðir fjölmargra sjúkdóma í kvenlíffærum, t.d. krabbameina, endómetríósu, vöðvahnúta í legi o.fl. Tækið sem um ræðir kostar 6.500.000 kr.
Málefnið er mikilvægt og snertir okkur öll. Mér þætti óendanlega vænt um ykkar stuðning og vona að þið heitið á mig sem verður svo sannarlega mikil hvatning <3
Líf styrktarfélag
Líf, styrktarfélag, var stofnað 7.desember 2009 og hefur það meginmarkmið að styðja við og styrkja Kvennadeild Landspítalans, bæta aðbúnað og þjónustu við konur og fjölskyldur þeirra á meðgöngu, í fæðingu og sængurlegu og einnig þeirra kvenna sem þurfa umönnun vegna kvensjúkdóma.
Nýir styrkir