Hlauparar
Rúnar Marinó Ragnarsson
Hleypur fyrir Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur
Samtals Safnað
Markmið
Kraftur reyndist Ingu Hrund eiginkonu minni einstaklega vel þann tíma sem hún barðist við krabbamein. Eftir andlát hennar stóð félagið þétt með okkur fjölskyldunni og eigum við þeim mikið að þakka.
Nú þegar ár er liðið frá því Inga kvaddi okkur langar mig að leggja Krafti lið og vona að félagið geti haldið áfram að styðja við ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og fjölskyldur þeirra.
Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur
Kraftur styður við bakið á ungu fólki með greinst hefur með krabbamein á aldrinum 18 – 40 ára og aðstandendur. Kraftur heldur úti jafningjastuðningi, hagsmunagæslu, öflugri fræðslu, samveru á jafningjagrunni, veita hagnýtar upplýsingar auk þess sem félagið styður við félagsmenn sína með fjárhagslegum stuðningi. Kraftur er góðferðarfélag sem nýtur eingöngu frjálsra framlaga frá velunnurum sínum.
Nýir styrkir