Hlauparar
Samtals Safnað
Markmið
Eftir að hafa sleppt Reykjavíkurmaraþoninu í fyrra eftir rúmlega 10 ára samfellda þáttöku, þá ætla ég að hlaupa 21km í ár. Og eins og undanfarin ár, þá hleyp ég fyrir Minningarsjóðinn hans Hlyns Snæs sonar míns.
Í ár þá ætlar Minningarsjóðurinn að styrkja Dropann, sem er styrktarfélag barna með sykursýki.
Við Gulla eigum mjög kæra vini sem eignuðust einstakan dreng, hann Anton Mána sem greindist með sykursýki aðeins fjögurra ára gamall. Við höfum séð hvernig þau hafa tekist á við þetta verkefni sem fjölskylda af einskærum dugnaði og elju í næstum áratug núna, og höfum séð hvernig Dropinn hefur styrkt þeirra líf og tilveru.
Anton Máni og Hlynur Snær voru mjög góðir vinir, þrátt fyrir aldursmun. Það var eitthvað sem Hlynur Snær var einstaklega sterkur í, að tengjast yngri börnum í kringum sig og gefa þeim tíma og athygli hvenær sem færi gafst.
Minningarsjóður Hlyns Snæs
Minningarsjóðurinn var stofnaður árið 2019 til minningar um Hlyn Snæ Árnason sem lést aðeins 16 ára gamall árið 2018. Nú í ár mun sjóðurinn styrkja Dropann, styrktarfélag barna með sykursýki.
Nýir styrkir