Hlauparar
Samtals Safnað
Ég hleyp fyrir Málfrelsissjóð af því samfélaginu tekst hvorki að uppræta kynbundið ofbeldi, né hlusta þegar brotaþolar tjá sig um reynslu sína. Réttarkerfið er meingallað. Það fellir niður nærri öll kynferðisbrotamál, en tekur meiðyrðamálum meintra gerenda gegn þolendum fagnandi. Brotaþolar, stuðningsfólk þeirra og aktívistar sem vilja uppræta kynbundið ofbeldi í samfélaginu er þannig múlbundið af leikreglum feðraveldisins. Markmið mitt er að safna peningum til að milda þann fjárhagslega skaða sem margir brotaþolar og stuðningsfólk þeirra verða fyrir.
Málfrelsissjóður
Markmið sjóðsins er að styðja við þolendur kynbundins ofbeldis og stuðningsfólk þeirra sem hefur verið dæmt fyrir ærumeiðingar vegna umfjöllunar um kynbundið ofbeldi á opinberum vettvangi.
Nýir styrkir