Hlaupið 2020 - á öðruvísi nótum!

Þó að ekki sé hægt að halda Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ár er samt hægt að láta gott af sér leiða með því að reima á sig hlaupaskóna og fara út að hlaupa. Við hvetjum alla til að taka þátt í áheitasöfnuninni sem fer fram á hlaupastyrkur.is. Veldu þitt góðgerðarfélag, þína leið og þinn tíma. Það kostar ekkert að vera með.

Þeir sem vilja taka þátt í góðgerðarhlaupinu þurfa að skrá sig til leiks

Þeir sem vilja taka þátt í góðgerðarhlaupinu þurfa að skrá sig til leiks og velja þá vegalengd og góðgerðarfélag og byrja svo að safna áheitum. 

Hér á síðunni  er hægt að finna tillögur að hlaupaleiðum fyrir Hetjuhlaupið, 3 km skemmtiskokk, 10 km hlaup, hálfmaraþon og maraþon. 

Ef þú vilt koma á framfæri þínum uppáhalds hlaupahring í þessum vegalengdum geturðu sent okkur nákvæmt kort á [email protected] Þannig getur leiðin þín ratað inná síðu hlaupsins til að fleiri geti fengið að njóta!

Hlaupaátakið stendur yfir frá 15.- 25. ágúst 2020 en áheitasöfnuninni lýkur miðvikudaginn 26. ágúst 2020.

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka bíður þátttakendum venjulega að velja á milli 5 vegalengda. Þegar þú skráir þig til leiks geturðu valið á milli þessara fimm vegalengda en einnig sjötta möguleikann, ,mín áskorun'.

 • Maraþon - 42,2 km
 • Hálfmaraþon - 21,1 km
 • 10 km hlaup
 • 3 km skemmtiskokk
 • Hetjuhlaup - 600 m
 • ,Mitt maraþon' - Ef fyrrnefndar vegalengdir henta ekki þeirri áskorun sem þig langar að takast á við. Láttu þá sem ætla að heita á þig vita hver þín áskorun er með því að setja það í prófílinn þegar þú skráir þig.

Taktu þátt í Facebook leiknum

Fjöldi vinninga verða dregnir út á facebook síðu hlaupsins. Nánari upplýsingar má finna hér.

Að heita á hlaupara

Hægt er að heita á hlaupara og hlaupahópa inni á hlaupstyrkur.is vefnum. Þar er hægt að sjá alla hlauparana sem eru að safna áheitum, hverjir hafa safnað mestu, hvaða góðgerðarfélög eru skráð í söfnunina og heildar upphæð sem safnast hefur í ár. Hægt er að heita á með sms-i eða með því að borga með debit- eða kreditkorti. Áheit sem berast í gegnum sms eru alltaf nafnlaus en hægt er að velja hvaða nafn birtist eða hvort áheitið á að vera nafnlaust þegar greitt er með debit- eða kreditkorti.

Samstarfsaðilar
 • Íslandsbanki
 • Adidas
 • Suzuki
 • ÍTR
 • Avis
 • Margt smátt
 • Promennt
 • 66 Norður
 • Kynnisferðir / Reykjavik Excursions
 • Korta
 • Fulfil
 • Garmin
 • Bændaferðir / Hey Iceland
 • Gatorade

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með fimm stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavíkurleikar í janúar.