Maraþon - 42,2 km

Þó að ekki sé hægt að halda Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ár er samt hægt að láta gott af sér leiða. Við viljum leggja áherslu á að styðja við bakið á góðgerðarfélögunum sem treysta mörg á stuðning hlaupsins og þátttakenda, vina þeirra og fjölskyldna. Þú getur skráð þig í átakið þér að kostnaðarlausu.

Fyrsta Reykjavíkurmaraþonið fór fram árið 1984 en þá tóku 56 þátt í maraþon vegalengdinni. Undanfarin ár hafa um 1500 hlauparar verið skráðir til þátttöku í maraþon Reykjavíkurmaraþons.

Maraþon er 42,195 km langt og er það vegalengdin sem boðberi nokkur er sagður hafa hlaupið með skilaboð um sigur í bardaganum við Maraþon frá þeirri borg til Aþenu. Sagan segir að hann hafi ekkert stansað á leiðinni og hafi látist um leið og hann skilaði af sér boðunum.

Ekki er mælt með því að óvanir hlauparar hlaupi þessa vegalengd enda ekki á allra færi að hlaupa rúma 42 kílómetra.

Hér að neðan má finna tillögur að hlaupaleiðum fyrir þessa vegalengd.

Leið 1 - Reykjavíkuramaraþons hringurinn

Byrjað er á því að hlaupa meðfram Tjörninni og síðan farið í gegnum íbúahverfi í vesturbæ og á Seltjarnarnesi. Þá er einnig hlaupið í gegnum Túnin, Teigana og inn í Laugardalinn. Um Vogana, Elliðaárdal, Bryggjuhverfið, Fossvogsdal, meðfram Öskjuhlíðinni, í gegnum Þingholtin, Skólavörðuholt, út á Sæbraut fram hjá Hörpu og aftur inn í Lækjargötu.

Hlaupið er um eftirfarandi götur og stíga: 

Sóleyjargata, Njarðargata, Þorragata, Suðurgata, Lynghagi, Ægisíða, Nesvegur, Suðurströnd, Lindarbraut, Norðurströnd, Eiðisgrandi, Ánanaust, Fiskislóð og út á Hólmaslóð þar sem er snúið við. Grandagarð, Mýrargata, Geirsgata, Kalkofnsveg, Sæbraut í austur, Sæbraut í vestur, inn Katrínartún (Höfðatún), Miðtún, niður Hátún, austur göngustíg í Sóltúni og meðfram Kringlumýrarbraut. Yfir göngubrú, inná Hofteig, yfir Reykjaveg og inn á göngustíg í Laugardalnum (Þvottalaugaveg), austur á göngustíg meðfram Engjavegi og göngustíg meðfram Suðurlandsbraut. Inn Skeiðarvog, Langholtsveg, Gnoðarvog, Skeiðarvog, austur göngustíg meðfram Suðurlandsbraut, göngubrú yfir Miklabraut og göngustíg meðfram Miklubraut. Undir Reykjanesbraut, göngustíg yfir á Rafstöðvarveg í norður, inn á göngustíg meðfram Bíldshöfða í vestur, göngustígur meðfram Knarrarvogi, Súðarvogi, Naustavogi og yfir göngubrýr við Elliðaárvoginn. Á göngustíg meðfram Sævarhöfða í austur, Tangabryggja, göngustígur fyrir aftan Naustabryggju, Naustabryggja og Sævarhöfði í suður. Rafstöðvarvegur í suður, inn á göngustíg yfir Elliðaár, undir Reykjanesbraut og allan Fossvogsdal. Fyrir neðan kirkjugarðinn er farið inn á hjólreiðastíg, meðfram Öskjuhlíðinni, undir Flugvallarveg og fylgja göngustíg meðfram Flugvallarvegi og vestur göngustíg meðfram Bústaðaveg. Göngubrú yfir Hringbraut, meðfram Vatnsmýrarveg og yfir gömlu Hringbrautina. Bergstaðastræti, Skólavörðustígur, Grettisgata í austur, Barónsstígur í norður, Skúlagata í vestur, Sæbraut í vestur, Kalkofnsvegur og Lækjargata. 

Samstarfsaðilar
 • Íslandsbanki
 • Adidas
 • Suzuki
 • ÍTR
 • Avis
 • Margt smátt
 • Promennt
 • 66 Norður
 • Kynnisferðir / Reykjavik Excursions
 • Korta
 • Fulfil
 • Garmin
 • Bændaferðir / Hey Iceland
 • Gatorade

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með fimm stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavíkurleikar í janúar.