Maraþon
Maraþonhlauparar að fara af stað úr Lækjargötu

Fyrsta Reykjavíkurmaraþonið fór fram árið 1984 en þá tóku 56 þátt í maraþon vegalengdinni. Undanfarin ár hafa um 1500 hlauparar verið skráðir til þátttöku í maraþon Reykjavíkurmaraþons.

Maraþon er 42,195 km langt og er það vegalengdin sem boðberi nokkur er sagður hafa hlaupið með skilaboð um sigur í bardaganum við Maraþon frá þeirri borg til Aþenu. Sagan segir að hann hafi ekkert stansað á leiðinni og hafi látist um leið og hann skilaði af sér boðunum.

Þátttakendur

Allir sem náð hafa 18 ára aldri geta skráð sig og tekið þátt í maraþoni Reykjavíkurmaraþons. Ekki er mælt með því að óvanir hlauparar taki þátt í þessari vegalengd enda ekki á allra færi að hlaupa rúma 42 kílómetra. Athugið að tímamörk í hlaupinu eru 7 klukkustundir og 30 mínútur. 

Skráning

Skráning í maraþon fer fram á vef Reykjavíkurmaraþons . Smellið hér til að fá nánari upplýsingar um skráningu í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka. Þátttakendum í 10 km, 21,1 km og 42,2 km er ekki heimilt að hafa meðferðis kerrur eða vagna.

Leiðin

Hlaupið hefst í Sóleyjargötu, eins og aðrar vegalengdir Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka. Byrjað er á því að hlaupa út Njarðargötuna og síðan farið í gegnum íbúahverfi í vesturbæ og á Seltjarnarnesi. Þá er einnig hlaupið í gegnum Túnin, Teigana og inn í Laugardalinn. Um Vogana, Elliðaárdal, Bryggjuhverfið, Fossvogsdal, meðfram Öskjuhlíðinni, í gegnum Þingholtin, Skólavörðuholt, út á Sæbraut fram hjá Hörpu og aftur inn í Lækjargötu.

Hlaupið er um eftirfarandi götur og stíga: 

Sóleyjargata, Njarðargata, Þorragata, Suðurgata, Lynghagi, Ægisíða, Nesvegur, Suðurströnd, Lindarbraut, Norðurströnd, Eiðisgrandi, Ánanaust, Fiskislóð og út á Hólmaslóð þar sem er snúið við. Grandagarð, Mýrargata, Geirsgata, Kalkofnsveg, Sæbraut í austur, Sæbraut í vestur, inn Katrínartún (Höfðatún), Miðtún, niður Hátún, austur göngustíg í Sóltúni og meðfram Kringlumýrarbraut. Yfir göngubrú, inná Hofteig, yfir Reykjaveg og inn á göngustíg í Laugardalnum (Þvottalaugaveg), austur á göngustíg meðfram Engjavegi og göngustíg meðfram Suðurlandsbraut. Inn Skeiðarvog, Langholtsveg, Gnoðarvog, Skeiðarvog, austur göngustíg meðfram Suðurlandsbraut, göngubrú yfir Miklabraut og göngustíg meðfram Miklubraut. Undir Reykjanesbraut, göngustíg yfir á Rafstöðvarveg í norður, inn á göngustíg meðfram Bíldshöfða í vestur, göngustígur meðfram Knarrarvogi, Súðarvogi, Naustavogi og yfir göngubrýr við Elliðaárvoginn. Á göngustíg meðfram Sævarhöfða í austur, Tangabryggja, göngustígur fyrir aftan Naustabryggju, Naustabryggja og Sævarhöfði í suður. Rafstöðvarvegur í suður, inn á göngustíg yfir Elliðaár, undir Reykjanesbraut og allan Fossvogsdal. Fyrir neðan kirkjugarðinn er farið inn á hjólreiðastíg, meðfram Öskjuhlíðinni, undir Flugvallarveg og fylgja göngustíg meðfram Flugvallarvegi og vestur göngustíg meðfram Bústaðaveg. Göngubrú yfir Hringbraut, meðfram Vatnsmýrarveg og yfir gömlu Hringbrautina. Bergstaðastræti, Skólavörðustígur, Grettisgata í austur, Barónsstígur í norður, Skúlagata í vestur, Sæbraut í vestur, Kalkofnsvegur og Lækjargata. 

Hlaupaleiðin er mæld samkvæmt stöðlum AIMS (alþjóðleg samtök hlaupa) og viðurkennd af Frjálsíþróttasambandi Íslands.

Smellið hér til að skoða kort af hlaupaleiðinni.

Drykkjarstöðvar

Á um það bil fjögurra kílómetra fresti eru drykkjarstöðvar. Þar er boðið upp á Gatorade íþróttadrykk og vatn. Keppendum í maraþoni er einnig boðið upp á banana á drykkjarstöðvum á seinni helming leiðarinnar. Í Lækjargötu, við endamarkið, er einnig drykkjarstöð og þar er maraþonhlaupurum auk þess boðið uppá saltkringlur. Á kortum af hlaupaleiðum má sjá staðsetningar drykkjarstöðva á leiðinni.

Tímataka

Sjálfvirk tímataka er í maraþoninu og þurfa allir sem taka þátt að hafa númer með áfastri tímatökuflögu til að fá skráðan tíma. Smellið hér til að skoða nánari upplýsingar um tímatöku.

Verðlaun

Allir hlauparar sem koma í mark fá verðlaun. Í maraþoni er auk þess veitt verðlaunafé til fyrstu þriggja karla og kvenna ásamt fleiri glæsilegum verðlaunum. Sjá nánar hér.

Aldursflokkar

Keppt er í fimm aldursflokkum karla og kvenna og fær fyrsti hlaupari í hverjum flokki verðlaun. Sjá nánar hér.

Sendu okkur póst á [email protected] ef þig vantar nánari upplýsingar um maraþonið.

Samstarfsaðilar
 • Íslandsbanki
 • Adidas
 • Suzuki
 • ÍTR
 • Avis
 • Margt smátt
 • Promennt
 • 66 Norður
 • Kynnisferðir / Reykjavik Excursions
 • Korta
 • Fulfil
 • Garmin
 • Bændaferðir / Hey Iceland
 • Gatorade

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með fimm stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavíkurleikar í janúar.