Skemmtiskokk 3 km
Þátttakendur í 3 km skemmtiskokki á hlaupum á Fríkirkjuvegi

Frá árinu 1993 hefur þátttakendum í Reykjavíkurmaraþoni boðist að hlaupa skemmtiskokk og hefur það frá upphafi verið vinsælt. Hvert ár taka á bilinu 2.000-2.500 manns þátt.

Þátttakendur

3 km skemmtiskokkið er hentugt fyrir alla aldurshópa. Algengt er að fjölskyldur hlaupi saman þessa vegalengd.

Skráning

Skráning í maraþon fer fram á vef Reykjavíkurmaraþons, það borgar sig að skrá sig tímanlega. Smellið hér til að fá nánari upplýsingar um skráningu í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka.

Leiðin

Hlaupið hefst eins og aðrar vegalengdir Reykjavíkurmaraþons í Sóleyjargötu og endar á Lækjargötu fyrir framan Menntaskólann í Reykjavík. Góð stemmning er á hlaupabrautinni þar sem tónlist og hvatning hvetur hlaupara áfram um miðbæ Reykjavíkur þar sem hlaupið er um eftirfarandi götur:

Sóleyjargata, Njarðargata, Fjólugata, Bragagata, Laufásvegur, Hellusund, Grundarstígur, Spítalastígur, Ingólfsstræti, Amtmannsstígur, Þingholtsstræti, Hellusund, Skothúsvegur, Tjarnargata, Vonarstræti, Templarasund, Kirkjustræti, Pósthússtræti, Hafnarstræti, Veltusund, Austurstræti og Lækjargata.

Tímataka

Tímataka verður í 3 km skemmtiskokki eins og öðrum vegalengdum. Því þurfa allir sem taka þátt að númer með áfastri tímatökuflögu. Sjá nánar um tímatöku hér. Þrátt fyrir að tímataka sé í hlaupinu eru ekki veitt sérstök verðlaun fyrir þau sem koma fyrst í mark í skemmtiskokkinu. Að loknu hlaupi verða birt heildarúrslit án flokkunar eftir kynjum eða aldri. Þau er hugsað til hvatningar fyrir hvern og einn en ekki út frá keppni.

Verðlaun

Allir hlauparar sem koma í mark fá þátttökuverðlaun.

Sendu okkur póst á [email protected] ef þig vantar nánari upplýsingar um 3 km skemmtiskokkið í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka.

Samstarfsaðilar
 • Íslandsbanki
 • Adidas
 • Suzuki
 • ÍTR
 • Avis
 • Margt smátt
 • Promennt
 • 66 Norður
 • Kynnisferðir / Reykjavik Excursions
 • Korta
 • Fulfil
 • Garmin
 • Bændaferðir / Hey Iceland
 • Gatorade

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með fimm stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavíkurleikar í janúar.