Skemmtiskokk 3 km
Þátttakendur í 3 km skemmtiskokki á hlaupum á Fríkirkjuvegi

Frá árinu 1993 hefur þátttakendum í Reykjavíkurmaraþoni boðist að hlaupa skemmtiskokk og hefur það frá upphafi verið vinsælt. Hvert ár taka á bilinu 2.000-2.500 manns þátt.

Þátttakendur

3 km skemmtiskokkið er hentugt fyrir alla aldurshópa. Algengt er að fjölskyldur hlaupi saman þessa vegalengd. Þátttaka hefur verið um 2000 manns undanfarin ár, þar af um helmingur börn.

Skráning

Skráning í maraþon fer fram á vef Reykjavíkurmaraþons en einnig er hægt að skrá sig á skráningarhátíð daginn fyrir hlaup. Athugið þó að þátttökugjald hækkar eftir því sem nær dregur hlaupi og því borgar sig að skrá sig tímanlega. Smellið hér til að fá nánari upplýsingar um skráningu í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka.

Leiðin

Hlaupið hefst eins og aðrar vegalengdir Reykjavíkurmaraþons í Lækjargötu fyrir framan Menntaskólann í Reykjavík og endar á sama stað. Áður en hlauparar rjúka af stað munu Bríet og Aron Can sjá um upphitun og skapa magnaða stemningu. Við keyrum svo upp stemninguna á hlaupabrautinni með tónlist og góðri hvatningu. Vertu með í skemmtiskokkinu. Það borgar sig.

Hlaupin er skemmtileg leið í miðbæ Reykjavíkur um eftirfarandi götur:

Lækjargata, Fríkirkjuvegur, Skothúsvegur, Þingholtsstræti, Skálholtsstígur, Grundarstígur, Hellusund, Laufásvegur, Njarðargata, Fjólugata, Bragagata, Sóleyjargata, Skothúsvegur, Tjarnagata, Vonarstræti, Templarasund, Kirkjustræti, Pósthússtræti, Austurstræti og Lækjargata.

Kort af 3 km leiðinni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka

Tímataka

Tímataka verður í 3 km skemmtiskokki eins og öðrum vegalengdum. Því þurfa allir sem taka þátt að hafa tímatökuflögu fasta í skóreimunum til að fá skráðan tíma. Sjá nánar um tímatöku hér. Þrátt fyrir að tímataka sé í hlaupinu eru ekki veitt sérstök verðlaun fyrir þau sem koma fyrst í mark í skemmtiskokkinu. Að loknu hlaupi verða birt heildarúrslit án flokkunar eftir kynjum eða aldri. Þau er hugsað til hvatningar fyrir hvern og einn en ekki út frá keppni.

Verðlaun

Allir hlauparar sem koma í mark fá þátttökuverðlaun.

Sendu okkur póst á [email protected] ef þig vantar nánari upplýsingar um 3 km skemmtiskokkið í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka.

Teiknimynd af skemmtikröftum í skemmtiskokkinu ásamt Georgi og krökkunum
Samstarfsaðilar

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með sex stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, Tour of Reykjavik og Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavíkurleikar í janúar.