Runners

Total collected
Preferred Payment Method
Ég ætla að styðja við hið nýstofnaða félag Ský - Félag fólks mepð Post Covid með því að láta ýta mér í hjólastól í gegnum Skemmtiskokk (eða þá vegalengd sem þarf til að fá medalíu).
Ég glími við langvinn einkenni vegna Covid-19 skaða og hef gert í tæp 4 ár.
Ég vil gera það sem ég get til að ná til sem flestra sem glíma við langvinn einkenni vegna Covid-19 skaða eða ME hér á Íslandi og fá viðurkenningu í heilbrigðiskerfinu svo að við fáum einhverntíman þá aðstoð sem við þurfum til að eignast líf aftur.
Á myndinni er ég með heilsu og svo án heilsu, 2 dekk og 4 dekk.
Siggi bróðir og Valgerður eru með á myndinni því þau eru líklegust til að ýta mér.
Hver króna telur <3
The Post Covid Association in Iceland
Ský - Félag fólks með Post Covid er hagsmunafélag fólks með langvinn einkenni, Post Covid, eftir Covid-19 faraldurinn, eftir C-19 bóluefnið auk ME greindra á Íslandi.
New pledges