Runners

Giovanna Steinvör Cuda
Supporting Fund for blood- and oncology at Landspítala
Total collected
Goal
Preferred Payment Method
Ég ætla hlaupa 10 kílómetra fyrir tengdamömmu, fyrir mig og fyrir starfsfólk og skjólstæðinga 11EG.
Elsku besta tengdamamma kvaddi okkur alltof snemma á síðasta ári. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður fengum við að eiga ómetanlegar og dýrmætar síðustu stundir með henni, og fyrir það erum við starfsmönnum 11EG á Landspítalanum endalaust þakklát. Þau sýndu hlýju, umhyggju og alúð sem skiptir öllu máli þegar á reynir.
Ég er enginn hlaupari – hef aldrei notið þess að hlaupa – en nú ætla ég að hlaupa af heilum hug fyrir þá sem veita stuðning, kærleika og virðingu á erfiðustu tímum lífsins. Með hlaupinu vil ég safna styrkjum fyrir Minningar- og styrktarsjóð blóð- og krabbameinsdeilda Landspítalans, svo fleiri fjölskyldur fái sömu hlýju og stuðning og við fengum.
Takk fyrir að styðja við mig – og við þau sem styðja aðra.
Fund for blood- and oncology at Landspítala
Sjóður til styrktar Blóð og krabbameinsdeilda Landspítala
New pledges