Runners

Steindor Eiriksson
Supporting Fund for blood- and oncology at Landspítala
Total collected
Goal
Preferred Payment Method

Ég hef ákveðið að hlaupa heilt Maraþon í RM til minningar um hana elsku Lilju mína sem að féll frá síðast haust eftir tveggja ára baráttu við krabbamein. Mig langar að styrkja hið frábæra og óeigingjarna starf sem unnið er á 11EG Blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítala.
Hreyfing og útisvist er, í mínu tilviki a.m.k., lykil atriði varðandi innri styrk í sorgarferli og því er það afar gefandi að geta einbeitt sér í undirbúning fyrir hlaup sem þetta. Við Lilja stunduðum saman allskonar útivist til margra ára og var þessi elska mér og öðrum alltaf afskaplega hvetjandi í þeim efnum.
Við fjölskyldan erum öllu starfsfólki 11EG á Landspítalanum afskaplega þakklát og erfitt er að finna réttu lýsingarorðin til lýsa því frábæra starfi sem þar er unnið við oft á tíðum krefjandi aðstæður. Mér er það því bæði ljúft og skylt að heita á þessa frábæru deild og vil því biða alla þá sem vettlingi geta valdið að styrkja þessi mikilvægu störf sem snerta oftast erfiðast tíma lífsins sem fólk getur átt.
Með fyrir fram þökkum fyrir stuðningin.
Fund for blood- and oncology at Landspítala
Sjóður til styrktar Blóð og krabbameinsdeilda Landspítala
New pledges