Marathon - Elite/Competition

Jón Sverrir Árnason

Supporting Mia Magic

Total collected

0 kr.
0%

Goal

100,000 kr.

Preferred Payment Method

Mastercard

Hæhæ,

Ég hef svolítið áttað mig á seinustu árum hversu mikið mamma hefur hjálpað mér og Erik í gegnum lífið svolítið meira en ég hef gefið henni klapp á bakið fyrir, ekki misskilja þetta sem vanþakklæti en frekar sem ofur virðingar póst,

hún hefur farið í gegnum ótal marga húlahringi bara svo að mér og Erik líði eins og við séum “venjulegir”.

Ég hef alltaf skammast mín og reynt að forðast því að deila og segja fólki frá veikindunum mínum vegna þess ég hreinlega sagt skammaðist mín og fundist það erfitt og alltaf liðið eins og ég væri einhvað gallaður, og svolítið ennþá inni í hjartanu í dag reyni ég að sleppa því að segja frá. 

En að hafa mömmu sem getur gert það fyrir mann bæði útskýrt fyrir öðrum og mér hvað er í gangi er svo ótrúlega mikill ofurkraftur og veit ég með að styrkja Míu eru þið að hjálpa öðrum með að segja og deila frá hvernig þeim líður eða hvað er á seiði því það getur oft verið erfitt fyrir litla heila að segja frá, sérstaklega ef maður veit að fólk mun ekkert endilega skilja.

takk kærlega fyrir að styrkja Míu og takk kærlega fyrir að styrkja mig😁

Mia Magic

Mia Magic er góðgerðarfélag sem stofnað var 1. febrúar 2021. Mia Magic einbeitir sér að því að gleðja langveik börn og foreldra þeirra ásamt því að gefa út fræðslubækur, bókin Mía fær lyfjabrunn og Mía fer í tívolí, eftir þær Þórunni Evu og Bergrúnu Írisi hafa slegið í gegn og er á döfinni að gefa út fleiri bækur. Komdu í hlaupahópinn okkar ef þú ætlar að hlaupa fyrir Mia Magic! https://www.facebook.com/groups/707578163810779

New pledges

Pledge history

No pledges yet

Styrktaraðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • 66 Norður
  • Gatorade