Runners

Total collected
Goal
Preferred Payment Method


Ég vil hlaupa 10 km til að styrkja Ljósið í Reykjavíkurmaraþoninu!
Ljósið hefur veitt okkur fjölskyldunni mikinn stuðning í gegnum það áfall að Bjarki greinist ungur með krabbamein stuttu eftir að við tilkynnum von á barni. Bæði hefur Bjarki nýtt sér margt sem er þar í boði og höfum við sem aðstandendur fengið aðstoð þar. Starfið sem fer fram er svo mikilvægt og fallegt og hvet ég þig til að styrkja þessu frábæru samtök 🤩
Ljósið - Cancer Rehabilitation Center
Ljósið er sjálfstætt starfandi endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda. Hjá okkur starfar þverfaglegur hópur fagaðila að andlegri, líkamlegri og félagslegri endurhæfingu þeirra sem greinast með krabbamein allt frá 16 ára aldri. Einnig veitum við þeim sem greinast og aðstandendum allt niður í 6 ára aldur fræðslu og stuðning.
New pledges