Runners

Sigrún Alda Sigfúsdóttir
Supporting Neistinn, Childrens heart foundation in Iceland
Total collected
Goal
Preferred Payment Method
Ég hleyp fyrir Neistinn – styrktarfélag hjartveikra barna sem hefur reynst okkur fjölskyldunni vel í gegnum ferlið með Sigfús Orra.
Sigfús Orri hefur gengist undir fjórar hjartaaðgerðir í Svíþjóð, og á þeim tíma fannst okkur mikið öryggi felast í því að hafa stuðning frá félagi sem skilur aðstæður okkar. Neistinn hefur veitt okkur bæði hagnýtar upplýsingar og hlýjan stuðning. Það er dýrmætt að finna fyrir samhug frá öðrum sem hafa gengið í gegnum svipaða reynslu.
Við erum mjög þakklát fyrir starfsemi Neistans og það sem félagið hefur gert fyrir okkur og aðrar fjölskyldur í svipuðum sporum.
Neistinn, Childrens heart foundation in Iceland
Markmið Neistans er m.a. að auðvelda aðgengi foreldra að upplýsingum sem snúa að hjartagöllum og hjartasjúkdómum barna og um meðferð þeirra. Þá sinnir Neistinn réttindum fjölskyldunnar og tilfinningalegum þörfum hennar, t.d. á upplýsingavef sínum, hjartagáttin.neistinn.is. Neistinn heldur úti öflugu félagslífi, fjölskyldum hjartabarna til skemmtunar og stuðnings og unglingastarfið þykir einkar líflegt. Þá stendur Neistinn að baki Styrktarsjóði Neistans, sem styrkir hjartafjölskyldur fjárhagslega.
New pledges