Runners

Ída Margrét Jósepsdóttir
Supporting Ljósið - Cancer Rehabilitation Center and is a member of Þrek og tár - Ljósið
Total collected
Goal
thank you for your support!
Ég ætla að hlabba 10km því Ljósið greip mig svo sannarlega þegar ég greindist í júlí 2023. Þar fékk ég fræðslu og stuðning til að takast á við það sem framundan var. Þar kynntist ég líka dásamlegu fólki sem var í sömu sporum og ég og með þessu yndislega fólki hló ég og grét, prjónað, málaði, saumaði og leiraði, drakk kaffi, borðaði gómsætan mat og spriklaði í ræktinni. Ég verð að eilífu þakklát fyrir það stórkostlega starf sem þarna er unnið
Ljósið - Cancer Rehabilitation Center
Ljósið er sjálfstætt starfandi endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda. Hjá okkur starfar þverfaglegur hópur fagaðila að andlegri, líkamlegri og félagslegri endurhæfingu þeirra sem greinast með krabbamein allt frá 16 ára aldri. Einnig veitum við þeim sem greinast og aðstandendum allt niður í 6 ára aldur fræðslu og stuðning.
New pledges












