Runners

Total collected
Goal
Preferred Payment Method



Í ár tek ég þátt í 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu og ætla að sjálfsögðu að nýta tækifærið til að styðja okkar bestu Samtökin '78 – félag hinsegin fólks á Íslandi. Samtökin vinna ötullega að mannréttindum og betra samfélagi fyrir allt hinsegin fólk, bæði með fræðslu, ráðgjöf og öflugri réttindabaráttu.
Með því að styrkja hlaupið mitt styður þú beint við mikilvægt starf Samtakanna '78 og hjálpar okkur að halda áfram að gera samfélagið okkar öruggara, fjölbreyttara og réttlátara fyrir okkur öll.
Hvort sem þú styrkir með 1.000 krónum eða meira – allt hjálpar!
Takk fyrir stuðninginn 💖
Samtokin '78 - National Queer Organization
Samtökin ‘78 eru félag hinsegin fólks á Íslandi. Við veitum fræðslu um hinsegin málefni í skólum og á vinnustöðum, veitum ókeypis ráðgjöf til hinsegin fólks og aðstandenda, berjumst fyrir réttarbótum með bættri lagasetningu, veitum hinsegin hælisleitendum stuðning, höldum viðburði þar sem hinsegin fólki og hinsegin menningu er fagnað og svo ótal margt fleira. Það eina sem setur starfi okkar mörk er skortur á fjármagni og þess vegna viljum við biðja þig að safna áheitum fyrir Samtökin ‘78 í ár. Vertu með okkur í liði! Gerum Ísland að enn betri stað fyrir allt hinsegin fólk.
New pledges