Runners

Total collected
Goal
Preferred Payment Method



Besta vinkona og litla systir mín Ólavía greindist fyrst með krabbamein 5 ára gömul. Nokkru seinna greindist hún með annað krabbamein en þökk sé kraftaverkameðferð er hún krabbameinslaus í dag. Alveg frá því að hún veiktist og til dagsins í dag hefur henni ávallt verið umhugað um náungann og lagt sig fram, þrátt fyrir ungan aldur að láta gott af sér leiða og gefa til baka. Eins og í svo mörgu öðru ætla ég að taka hana til fyrirmyndar og leggja mitt af mörkum að gefa til baka og hlaupa fyrir SKB sem staðið hefur þétt við bakið á fjölskyldunni minni s.l ár með sínu góða og fallega starfi.
Icelandic Childhood Cancer Organization
Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna var stofnað 1991 af foreldrum barna með krabbamein en árlega greinast 12-14 börn með krabbamein á Íslandi. Tilgangur félagsins er að styðja krabbameinssjúk börn og aðstandendur og gæta hagsmuna þeirra á öllum sviðum. Það sinnir fræðslu- og útgáfustarfsemi um sérstöðu og þarfir krabbameinsveikra barna og um síðbúnar afleiðingar eftir krabbameinsmeðferð.
New pledges
Pledge history
No pledges yet