Runners

Mekkín Bjarkadóttir
Supporting Icelandic Childhood Cancer Organization and is a member of Vinir Ólavíu
Total collected
Goal
Preferred Payment Method



Ég ætla hlaupa hálft maraþon til styrktar SKB með hlaupahópnum Vinir Ólavíu.
Við stofnuðum Vini Ólavíu í kringum söfnun fyrir fjölskyldu Ólavíu, en Ólavía systurdóttir mín er lítil tíu ára kraftarverka kona sem sem greindist fimm ára með krabbamein og var endurgreind ári síðar með stjarnfrumuæxli í heila. Ólavíu voru gefnar nokkrar vikur á sínum tíma, en hún er í dag frísk. Þessi litla kraftaverka kona hefur tileinkað sér að láta gott af sér leiða og safnaði nýlega 700.000 kr fyrir barnaspítalann.
Ég tek Ólavíu systurdóttur mína til fyrirmyndar og hleyp hálft maraþon til styrktar SKB – Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna.
Icelandic Childhood Cancer Organization
Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna var stofnað 1991 af foreldrum barna með krabbamein en árlega greinast 12-14 börn með krabbamein á Íslandi. Tilgangur félagsins er að styðja krabbameinssjúk börn og aðstandendur og gæta hagsmuna þeirra á öllum sviðum. Það sinnir fræðslu- og útgáfustarfsemi um sérstöðu og þarfir krabbameinsveikra barna og um síðbúnar afleiðingar eftir krabbameinsmeðferð.
New pledges