10 K - Regular registration

Vigdís Jóhannsdóttir

Supporting The Icelandic Autistic Society and is a member of Hlaupahópur Jóns

Total collected

5,000 kr.
5%

Goal

100,000 kr.

Preferred Payment Method

Mastercard

Ég hleyp með Viggu frænku minni, fyrir son hennar og bróðir -  sem báðir heita Jón og eru einhverfir. 💙

Ég þekki einhverfuna og hversu miklu máli skiptir að hafa fólk í sínu horni sem berst fyrir fólkinu sínu - svo það geti átt gott líf. Vigga frænka mín er svoleiðis fólk! Þess vegna vel ég að hlaupa fyrir Einhverfusamtökin, til að styðja bæði við málefnið og við frænku mína. Heimurinn væri betri ef við hefðum öll Viggu í okkar horni. 

Málefnin eru mörg og mikilvæg. Mér þótti snúið að velja eitt en með því að hlaupa, safna og styrkja næ ég að styðja víðar. Ég veit að framlög mín eru bara dropar í hafið, en dropinn holar steininn - og saman getum við gert svo margt gott! 

Hvet öll til að nýta þetta tækifæri og styrkja þau málefni sem standa þeim nærri. 

The Icelandic Autistic Society

Einhverfusamtökin fta., voru stofnuð 1977. Í samtökunum er fólk á einhverfurófi, foreldrar, fagfólk og aðrir sem áhuga hafa á að beita sér fyrir bættri þjónustu við einhverfa. Félagsmenn eru nú 1070. Starfandi eru frístundahópar fyrir unglinga og stuðningshópar fyrir fullorðna bæði Höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Á höfuðborgarsvæðinu eru einnig starfandi borðspilahópur og handavinnuhópur fyrir fullorðið einhverft fólk. Einnig er starfandi stuðningshópur fyrir foreldra. Samtökin hafa lagt ríka áherslu á hagsmunagæslu, fræðslu- og kynningarstarfsemi. Helstu baráttumálin eru styttri biðlistar eftir greiningu, aukin atvinnutækifæri og fleiri búsetuúrræði. Einhverfusamtökin eru með skrifstofu í Reykjavík.

New pledges

Pledge history

Ástrós Birgisdóttir
Amount5,000 kr.
Ert hetjan mín!❤️

Styrktaraðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • 66 Norður
  • Gatorade