Runners

Total collected
Goal
thank you for your support!
Í ár ætla ég í fyrsta skipti að fara 1/2mara í RM. Ég hleyp fyrir Sorgarmiðstöðina og vil með því styrkja það góða starf sem fer þar fram. Ein góð vinkona missti elsku Tómas Kára einungis 3ja ára að aldri. Sorgarmiðstöðin aðstoðar aðstandendur áfram í nánast óyfirstíganlegri sorg.
Ég er #vinkonatómasar.
Ef þið sjáið ykkur fært að styrkja mig þá elsku bestu skrifið nafnið ykkar plís því ég ætla að skrifa nöfnin á bolinn minn og finna þannig kraftinn alla 21,1kílómetrana🤩💪
Grief Center
Sorgarmiðstöð er félag sem starfar í almannaþágu, án hagnaðarsjónarmiða og býður stuðning, fræðslu og ráðgjöf til syrgjenda og þeirra sem vinna að velferð þeirra. Við leggjum áherslu á að mæta fólki á persónulegan og hlýjan hátt. Við bjóðum upp á stuðningshópastarf, jafningjastuðning og samveru fyrir þau sem syrgja ástvini. Þú finnur meiri upplýsingar um starfið okkar á www.sorgarmidstod.is. Sorgarúrvinnsla miðar að bættri lýðheilsu með því að efla og styðja við andlega, líkamlega og félagslega heilsu fólks eftir ástvinamissi.
New pledges