Runners

Arna Pálsdóttir
Supporting Björgunarsveit Hafnarfjarðar and is a member of Hlaupahópur í minningu Sigurðar Darra
Total collected
Goal
thank you for your support!

Ég mun taka þátt í Hálfmarþoni Íslandsbanka þann 23. ágúst næstkomandi með Hlaupahóp í minningu Sigurðar Darra. Við hlaupum til styrktar Björgunarsveit Hafnarfjarðar. Endilega heitið á okkur ef þið hafi tök á, margt smátt gerir eitt stórt. <3
Við hlaupum í minningu Sigurðar Darra Björnssonar sem fæddist í Reykjavík þann 18. júní 1996 og lést af slysförum við Esjuna 29. janúar 2020, þegar hann ásamt tveimur félögum sínum æfði fjallgöngur og snjóflóð reið yfir. Tæplega hundrað manns komu að björgunaraðgerðum og er slíkt starf ómetanlegt. Sigurður lauk nýliðanámskeiðum frá Björgunarsveit Hafnarfjarðar vorið 2019. Starf í björgunarsveit var stór partur af lífi hans sem hann sinnti ásamt námi sínu í umhverfis- og byggingarverkfræði
Björgunarsveit Hafnarfjarðar
Björgunarsveit Hafnarfjarðar starfar innan Slysavarnafélagsins Landsbjargar og er ein af stofneiningum félagsins. Kallmerki sveitarinnar er SPORI. Sveitin starfar á flestum vettvöngum björgunarstarfs og býr sig þannig undir það að geta brugðist við hvers konar vá, hvort sem er á landi eða sjó. Starfsemina má deila niður í þrjá megin flokka: land-, sjó- og tækjaflokk. Hver starfar á sínu sviði og heldur utan um eigin dagskrá. Félagar sveitarinnar leggja mikið á sig til þess að halda sér, jafnt sem tækjum og búnaði í sem allra besta ástandi svo hægt sé að bregðast skjótt við þegar þörf skapast.
New pledges