Runners

Total collected
Goal
thank you for your support!
Í ár hleyp ég fyrir ljósin í lífi mínu, mömmu og pabba, og þess vegna höfum ég og Haraldur kærasti minn sett af stað styrktarsöfnun fyrir Ljósið sem er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra❤
Fyrir tæpu ári síðan greindust mamma mín og pabbi með krabbamein með 4 vikna millibili. Mamma með brjóstakrabbamein sem þurfti að bregðast strax við með lyfjameðferðum, geislum og aðgerðum.
Ljósið tók utanum mömmu mína á þessum erfiðu tímum og hefur stutt hana í gegnum allt ferlið. Starf Ljóssins er okkur fjölskyldunni ómetanlegt. Ég og Halli erum þakklát öllum sem sjá sér fært um að styrkja þetta frábæra málefni og hjálpa Ljósinu að safna í húsnæðissjóð🥰
Ljósið - Cancer Rehabilitation Center
Ljósið er sjálfstætt starfandi endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda. Hjá okkur starfar þverfaglegur hópur fagaðila að andlegri, líkamlegri og félagslegri endurhæfingu þeirra sem greinast með krabbamein allt frá 16 ára aldri. Einnig veitum við þeim sem greinast og aðstandendum allt niður í 6 ára aldur fræðslu og stuðning.
New pledges
















