Runners

Þóra Mjöll Jensdóttir
Supporting Einstök börn Stuðningsfélag and is a member of Hlaupahópur dk
Total collected
Goal
thank you for your support!
Í ár hleyp ég fyrir Einstök börn, stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa, jafnvel ógreinda sjúkdóma eða skerðingar. 💚🩷🩵💜
Ef þú vilt taka þátt í að styðja þetta mikilvæga málefni geturðu heitið á mig hér👇🏻💚 Félagið var stofnað árið 1997 af foreldrum nokkurra barna og í dag eru um 850 fjölskyldur í félaginu. Börnum í félaginu fjölgar nú um 10–14 á mánuði. Einstök börn er ótrúlega mikilvægt félag sem reiðir sig 100% á utanaðkomandi styrki og fá engin fjárlög. Félagið vinnur ómetanlegt starf í stuðningi, fræðslu, hagsmunagæslu og fleiru.
💚🩷🩵💜
Einstök börn Stuðningsfélag
Einstök börn er stuðningsfélag barna með sjaldgæfa, alvarlega sjúkdóma. Félagið var stofnað þann 13. mars 1997 af foreldrum 13 barna, sem áttu ekki heima í neinum öðrum starfandi félagasamtökum. í dag veitir félagið mikla þjónustu og bíður upp á fræðslur og hópastarf fyrir börn,foreldra og aðra í fjölskyldunni. Það teljast í dag um hátt í 900 fjölskyldur í félaginu, og sumar fjölskyldur eru með fleiri en eitt langveikt barn. Það eru yfir 500 ólíkir sjúkdómar á skrá í félaginu, sem eiga það sameiginlegt að vera langvinnir og hafa varanleg áhrif á lífslíkur barnanna, og lífsgæði barnanna og fjölskyldna þeirra. Í erfiðustu tilfellunum er það vitað með vissu að börnin munu ekki lifa fram á fullorðinsár. Rekstur félagsins er þungur þar sem fjölgun hefur verið mikil, þörf á þjónustu og úrræðum stór aukist og mikil orka fer í að aðstoða foreldra við að leita að aðstoð og finna úrræði sem henta börnum þeirra þar sem kerfið er flókið.
New pledges