Runners

Total collected
Goal
thank you for your support!
Hjá sorgarmiðstöðinni er unnið mikilvægt starf fyrir syrgjendur. Eftir að pabbi féll frá árið 2020 sótti ég þjónustu hjá sorgarmiðstöðinni sem reyndist mér afar vel. Þar var rými til þess að ræða, hlusta og upplifa sorgina sem fær ekki svigrúm í daglegu lífi. Mig langar því að gefa til baka
Árið 2014 hljóp ég 10k í Reykjarvíkurmaraþoni og voru pabbi og Stormur á hliðarlínunni. Þeir náðu með einhverjum ótrúlegum hætti að hitta á mig á þremur mismunandi stöðum í brautinni til að hvetja mig áfram. Í minningu þeirra langar mig að safna 70.000 kr fyrir Sorgarmiðstöðina en hann hefði fagnað 70 ára afmæli sínu í nóvember 2024.
Grief Center
Sorgarmiðstöð er félag sem starfar í almannaþágu, án hagnaðarsjónarmiða og býður stuðning, fræðslu og ráðgjöf til syrgjenda og þeirra sem vinna að velferð þeirra. Við leggjum áherslu á að mæta fólki á persónulegan og hlýjan hátt. Við bjóðum upp á stuðningshópastarf, jafningjastuðning og samveru fyrir þau sem syrgja ástvini. Þú finnur meiri upplýsingar um starfið okkar á www.sorgarmidstod.is. Sorgarúrvinnsla miðar að bættri lýðheilsu með því að efla og styðja við andlega, líkamlega og félagslega heilsu fólks eftir ástvinamissi.
New pledges