10 K - General registration

Bjartur Guðmundsson

Supporting Einstök börn Stuðningsfélag

Total collected

40,000 kr.
100%

Goal

289 kr.
Donations are now closed,
thank you for your support!

Í gær 21.ágúst ákvað ég að hlaupa 10 km mér til yndisauka. 

Núna í kvöld, föstudaginn 22.ágúst finnst mér ómögulegt að hlaupa bara fyrir mig sjálfan. Ég ætla hlaupa til styrktar Einstakra Barna. Þetta félag hjálpaði mér og minni fjölskyldu mjög mikið á sínum tíma og núna langar mig að gefa til baka, með ykkar hjálp. Ég yrði rosalega þakklátur ef þið eruð til í að heita á mig og sjá hversu langt við komumst að settu marki. 


Ég ætla að tryggja að markmið um að styrkja Einstök Börn um 289.000 kr. náist í síðasta lagi 30.september. Það vill svo til að ég er atvinnu-peppari og til að klára dæmið ætla ég að halda opið námskeið þar sem ég kenni fólki að komast ofur-flæði. Námskeiðið heitir ÓSTÖÐVANDI Í TOPP TILFINNINGALEGU ÁSTANDI en öll innkoma af námskeiðinu mun renna óskipt til Einstakra Barna. Allar upplýsingar um styrktarnámskeiðið er að finna á á www.bjarturgudmundsson.is/einstok-born

Heitið endilega á mig! Þau sem heita á mig á fyrir 20.000 kr. eða meira fyrir 25.ágúst fá tvo miða á námskeiðið. Sendið mér bara staðfestingu á bjartur@optimized.is / bjarturgudmundsson@gmail.com

Einstök börn Stuðningsfélag

Einstök börn er stuðningsfélag barna með sjaldgæfa, alvarlega sjúkdóma. Félagið var stofnað þann 13. mars 1997 af foreldrum 13 barna, sem áttu ekki heima í neinum öðrum starfandi félagasamtökum. í dag veitir félagið mikla þjónustu og bíður upp á fræðslur og hópastarf fyrir börn,foreldra og aðra í fjölskyldunni. Það teljast í dag um hátt í 900 fjölskyldur í félaginu, og sumar fjölskyldur eru með fleiri en eitt langveikt barn. Það eru yfir 500 ólíkir sjúkdómar á skrá í félaginu, sem eiga það sameiginlegt að vera langvinnir og hafa varanleg áhrif á lífslíkur barnanna, og lífsgæði barnanna og fjölskyldna þeirra. Í erfiðustu tilfellunum er það vitað með vissu að börnin munu ekki lifa fram á fullorðinsár. Rekstur félagsins er þungur þar sem fjölgun hefur verið mikil, þörf á þjónustu og úrræðum stór aukist og mikil orka fer í að aðstoða foreldra við að leita að aðstoð og finna úrræði sem henta börnum þeirra þar sem kerfið er flókið.

New pledges

Pledge history

Yrsa Rós Brynjudóttir
Amount20,000 kr.
Knús á einstöku börnin okkar
Harpa Magnusdottir
Amount2,000 kr.
Áfram Bjartur!
Brynja Óskarsdóttir
Amount10,000 kr.
No message
Guðmundur R Erlingsson
Amount5,000 kr.
👍
Hildur Gudmundsdóttir
Amount3,000 kr.
👍

Styrktaraðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • 66 Norður
  • Gatorade