Team

Fyrir Tómas Kára
Supporting Grief Center
Total collected
Goal
thank you for your support!
Við vinkonurnar ætlum að hlaupa fyrir Tómas Kára og allur ágróði fer til styrktar Sorgarmiðstöðinnar. Markmið Sorgarmiðstöðvar er að styðja við syrgjendur og velferð þeirra. Tómas Kári veiktist skyndilega þegar hann var aðeins þriggja ára gamall og lést í kjölfar veikinda síðasta sumar. Sorgarmiðstöðin hefur hjálpað fólkinu hans Tómasar mikið síðastliðið ár og því langar okkur að styrkja þetta mikilvæga félag
Grief Center
Sorgarmiðstöð er félag sem starfar í almannaþágu, án hagnaðarsjónarmiða og býður stuðning, fræðslu og ráðgjöf til syrgjenda og þeirra sem vinna að velferð þeirra. Við leggjum áherslu á að mæta fólki á persónulegan og hlýjan hátt. Við bjóðum upp á stuðningshópastarf, jafningjastuðning og samveru fyrir þau sem syrgja ástvini. Þú finnur meiri upplýsingar um starfið okkar á www.sorgarmidstod.is. Sorgarúrvinnsla miðar að bættri lýðheilsu með því að efla og styðja við andlega, líkamlega og félagslega heilsu fólks eftir ástvinamissi.
Líney Erla Hallgrímdóttir
Þóranna Finnbogadóttir
Sigríður María Eggertsdóttir
Guðrún Ásgeirsdóttir
New pledges