Hlaupastyrkur

Góðgerðarmál

Total collected

52.000 kr.

Pledge count

6

Sorgarmiðstöð sinnir fræðslu og ráðgjöf til syrgjenda og þeirra sem vinna að velferð þeirra. Sorgarúrvinnsla miðar að bættri lýðheilsu með því að efla og styðja við andlega, líkamlega og félagslega heilsu fólks eftir ástvinamissi.

Með því að styrkja starfsemi Sorgarmiðstöðvar hjálpar þú börnum og fullorðnum sem misst hafa ástvin að fóta sig á ný í breyttu lífi.

Í Sorgarmiðstöð fer fram umfangsmikið starf í þágu syrgjenda og er öll þjónustan veitt syrgjendum að kostnaðarlausu.


Að þessu sinni söfnum við fyrir stuðningshópastarfi okkar en það er stór hluti af starfsemi Sorgarmiðstöðvar.

Stuðningshópar í sorgarúrvinnslu eru ekki meðferð við sorg, en þeir geta bætt líðan þeirra sem syrgja og hafa þannig meðferðarlegt gildi. Markmiðið með hópastarfinu er að gefa syrgjendum rými og vettvang til að tjá líðan sína og veita þeim innsýn og skilning á margvíslegum birtingarmyndum sorgarferilsins. Þegar fólk kynnist, sem á það sameiginlegt að hafa misst ástvin, skapast oft dýrmæt samkennd og traust þar sem þátttakendur fá tækifæri til að þiggja stuðning og miðla eigin reynslu.

Það er algengur misskilningur að í sorgarhópum sé fólk „að velta sér uppúr sorginni“. Verkefnið er að finna sorginni stað í hjartanu – til að geta haldið áfram að lifa. Það myndast oft hlý vináttutengsl í hópnum og þar er líka hlegið því húmorinn er afar mikilvægur og hjálplegur í sorginni.

Hægt er að lesa meira um stuðningshópastarfið á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar.


Starfsemin er einungis rekin með styrkjum og velvild einstaklinga og fyrirtækja.

Við þurfum á þínum styrk að halda til að hlúa áfram vel að syrgjendum og efla þjónustu Sorgarmiðstöðvar.


Sorgarmiðstöð bendir einnig á aðildarfélög sín: Ný Dögun, Gleym mér ei og Ljónshjarta. Hægt er að hlaupa fyrir öll þessi félög og styðja þannig við bakið á syrgjendum sem eru að fóta sig á ný í breyttu lífi.


Sorgarbönd - Við höfum látið útbúa sorgarbönd sem ykkur býðst að hlaupa með. Þið eruð velkomin á bás okkar á Fit&Run hátíðinni til að sækja böndin og spjalla.

Participant that support this charity

Runner
42.2 km

Bjarni Snær Ingólfsson

Has collected 52.000 kr. for
35% of goal

New pledges

Pledge history

Sverrir þór Steingrimsson
Amount10.000 kr.
🏆🏆🏆
Ingólfur&Birna
Amount10.000 kr.
Snillingur 🥰
Axel Hilmarsson
Amount5.000 kr.
Ert geggjaður lov u sætastur
Tinna Ýr
Amount2.000 kr.
Flottastur ❤️
Amount5.000 kr.
No message
AP
Amount20.000 kr.
No message

Sponsors

  • Íslandsbanki
  • Suzuki
  • 66 Norður
  • Kynnisferðir / Reykjavik Excursions
  • Bændaferðir / Hey Iceland
  • Gatorade