Fun Run

Kristján Leó Alfredsson

Supporting Icelandic Childhood Cancer Organization and is a member of Team Abra

Total collected

10,000 kr.
100%

Goal

100 kr.

Preferred Payment Method

Mastercard

SKB - Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna hefur gert mikid fyrir Kristján og okkur fjölskylduna í gegnum árin.

Kristján Leó greindist med illkynja heilakrabbamein i litla heila febrúar 2023. Hann þurfti bráðaaðgerð á heila. Síðan 30x geislameðferð á heila og mænu og x8 lyfjameðferð til þess að minnka líkurnar á endurkomu krabbameinsins medulloblastoma. Eftir alla þessa krabbameinsmeðferð þá situr líkaminn eftir í molum og þarf endurhæfingu. Allt sem gat gengið vel hjá Kristjáni gekk vel og erum við óendanlega þakklát öllum sem hafa verið til staðar fyrir okkur í gegnum árin. Við erum ennþá að reyna að venjast nýjum veruleika og nýjum verkefnum sem fylgir alvarlegu veiku barni. Kristján stendur sig eins og hetja og hefur tekið öllu með miklu æðruleysi. 

Eitt af afleiðingum allvarlegra veikinda og þörf á lífsbjargandi meðferð er að maður missir af hversdagsleikanum; fara í skólann, afmæli, matvöruverslun, verslunarmiðstöð, hitta vini, stunda tómstundir svo eitthvað sé nefnt. Kristján missti af miklu. Hann elskar skólann og fannst mjög leiðinlegt að missa svo mikið úr skólanum og að missa af miklum tíma með að þroskast með vinum sínum. Sérstaklega vegna þess að við vorum nýflutt í nýtt hverfi och hann nýbyrjaður í nýjum skóla.

SKB bauð Kristjáni að koma með 9 öðrum krökkum sem hafa gengið í gegnum krabbameinsmeðferð till Barretstown í Írlandi ágúst 2024. Þetta er sérstaklega hannað læknisvottað hvíldar- og endurheimtarmiðstöð fyrir börn og ungmenni sem hafa greinast með krabbamein eða aðrar alvarlegar sjúkdómsraskanir. Kristján var svo ánægður eftir búðirnar að hann vildi vera áfram í mánuð til viðbótar. Hann kynntist yndislegum hópi af íslenskum krökkum sem tóku honum svo vel. 

Takk SKB fyrir að gleðja drenginn okkar. Við erum í óendanlegri þakkarskuld við ykkur. Mikilvæg samtök fyrir börn og unglinga með krabbamein och fjölskyldur þeirra sem þurfa á miklum stuðningi að halda yfir langt tímabil. Má ekki gleyma að stuðningurinn er mikilvægur og þörfin er lengri en meðferðartímabilið.

TEAM ABRA hleypur aftur 2025. Í þetta skipti getum við ekki tekið þátt á staðnum því Kristján er að fara í rannsókn á eftirköstum krabbameinsmeðferðarinnar sem tekur langan tíma. Í staðin munum við hlaupa í Svíþjóð. Heildarvegalengd verður 42.2 km samanlagt. Við ætlum að hjálpast að með því að hlaupa hringinn í kringum vatn sem er nálægt okkur. Við vonumst efter að við munum fá fleiri vini með okkur til að klára þetta verkefni með okkur.

Icelandic Childhood Cancer Organization

Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna var stofnað 1991 af foreldrum barna með krabbamein en árlega greinast 12-14 börn með krabbamein á Íslandi. Tilgangur félagsins er að styðja krabbameinssjúk börn og aðstandendur og gæta hagsmuna þeirra á öllum sviðum. Það sinnir fræðslu- og útgáfustarfsemi um sérstöðu og þarfir krabbameinsveikra barna og um síðbúnar afleiðingar eftir krabbameinsmeðferð.

New pledges

Pledge history

Birna Kristín Eiríksdóttir
Amount5,000 kr.
Gangi ykkur vel! 💪
Bjarney Gunnarsdottir
Amount5,000 kr.
Áfram Team Abra

Styrktaraðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • 66 Norður
  • Gatorade