Total collected

15,000 kr.
Team (5,000 kr.) and runners (10,000 kr.)
100%

Goal

50 kr.

Preferred Payment Method

Mastercard

Team Abra

þriðja árið í röð ætlar Team Abra að hlaupa fyrir SKB, (styrktarfélag krabbameinssjúkra barna). Í þetta skipti munum við 5 (Alfreð, Hanna, Kristján, Birta och Katrín) hlaupa í Svíþjóð ásamt vinum og kannski nokkrir fjölskyldumeðlimir og vinir á Íslandi í sjálfu Reykjarvíkurmaraþoninu. Kristján er að fara í rannsókn á eftirköstum krabbameinsmeðferðarinnar í ágúst sem við þurfum að forgangsraða.


---

2023 - 2024 hefur verið mjög erfitt ár fyrir fjölskylduna og þá sérstaklega fyrir Kristján Leó, drenginn okkar. Hann fékk stórt aukaverkefni í hendurnar í lífinu, illkynja heilakrabbamein að nafni Medulloblastoma. Eftir bráða lífshættulega og lífsbjargandi heilaskurðaðgerð febrúar 2023, geislameðferð á heila og mænu ásamt krabbameinslyfjameðferð sem lauk 7. mars 2024 þá fékk hann gott svar eftir segulómun á heila í apríl. Flottar myndir og núna byrjar eftirfylgni með segulómmyndatöku af heila reglulega næstu 5 árin og áframhaldandi eftirfylgni með ýmsum hætti út lífið, t.d vegna aukaverkana af krabbameinsmeðferðinni (geislum og lyfjameðferð). Hæsta áhætta á endurkomu krabbameinsins er fyrstu 2 árin. Við vonum það besta og höldum áfram að vera í núinu og venjast nýju lífi og að komast til baka í hversdagsleikann.


Takk allir fyrir stuðninginn sl. ár💖💕

Takk allir fyrir stuðninginn þegar Kristján Leó var í heilaskurðaðgerðinni. Fundum sterkan meðbyr frá Íslandi sem hjálpaði okkur foreldrunum mikið þegar okkur leið eins og við vorum að drukkna af áhyggjum.💕💖

Takk SKB fyrir stuðninginn og alla hugulsemi sem okkur hefur verið sýnt. 💞🥰

Takk fjölskyldan okkar og vinir sem hafa verið til staðar fyrir okkur á svo margan hátt 💖💕 ómetanlegt 🫶

Icelandic Childhood Cancer Organization

Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna var stofnað 1991 af foreldrum barna með krabbamein en árlega greinast 12-14 börn með krabbamein á Íslandi. Tilgangur félagsins er að styðja krabbameinssjúk börn og aðstandendur og gæta hagsmuna þeirra á öllum sviðum. Það sinnir fræðslu- og útgáfustarfsemi um sérstöðu og þarfir krabbameinsveikra barna og um síðbúnar afleiðingar eftir krabbameinsmeðferð.

Runners

Runner
Fun Run

Kristján Alfredsson

Has collected 10,000 kr. for
Icelandic Childhood Cancer Organization
10000% of goal

New pledges

Pledge history

Ármann Markússon
Amount5,000 kr.
Áfram Bára

Styrktaraðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • 66 Norður
  • Gatorade