10 K - General registration

Pálína Björk M. Pálsdóttir

Supporting The Icelandic Celiac Association

Total collected

175,000 kr.
100%

Goal

50,000 kr.
Donations are now closed,
thank you for your support!

Ég ætla að hlaupa 10 km til styrktar Selíaksamtökum Íslands, sem berjast fyrir aukinni þekkingu á selíak- sjúkdómnum og bættum lífsgæðum fólks með selíak.

Selíak- sjúkdómurinn er arfgengur sjálfsónæmissjúkdómur, sem veldur ónæmisviðbragði við glúteini, próteini sem finnst m.a. í hveiti, byggi og rúgi.

Ef einstaklingur með selíak innbyrðir glútein, veldur ónæmissvar líkamans skemmdum á smáþörmum meltingarvegarins. Þrátt fyrir að sjúkdómurinn hafi lengst af verið tengdur eingöngu við meltingareinkenni, er um að ræða kerfisbundinn sjúkdóm sem getur haft skaðleg áhrif víðar um líkamann.

Enn sem komið er er ekkert lyf til við selíak, og eina meðferðin er lífslangt glúteinlaust mataræði. Slíkt mataræði er oft á tíðum töluvert kostnaðarsamara, og engin niðurgreiðsla er á slíku fæði.

Flestir með selíak þola ekki meira en 10 mg af glúteni á dag án skemmda á þörmum. Til þess að setja það magn í samhengi, þá er það 1/350 hluti af brauðsneið. Því þarf fólk með selíak að gæta þess að verða ekki fyrir krosssmiti, þar sem mjög lítið magn nægir til að valda skemmdum.

Talið er að ~ 1,4% af heiminum hrjáist af selíak, og að 6-10 ár sé meðal tíminn sem taki fyrir fólk að fá greiningu. Talið er að 83% af fólki með selíak í Bandaríkjunum sé ógreint, en sjúkdómurinn er einnig vangreindur hérlendis.

Selíak sjúkdómur getur leitt til ýmissa fylgikvilla, þar á meðal ófrjósemi, minni beinþéttni, taugasjúkdóma, sumra tegunda krabbameins og annarra sjálfsofnæmissjúkdóma.

Heimildir:

Beyond Celiac. (e.d.). Celiac disease: Fast facts. Sótt frá https://www.beyondceliac.org/celiac-disease/facts-and-figures/

Daley, S. F., & Haseeb, M. (2025). Celiac Disease. In StatPearls. StatPearls Publishing.

National Celiac Association. (e.d.). Understanding gluten levels. https://nationalceliac.org/celiac-disease-questions/understanding-gluten-levels/

The Icelandic Celiac Association

Selíaksamtök Íslands vinna að því að auka lífsgæði fólks með selíak á Íslandi og þeirra sem þurfa að vera á glútenlausu fæði af öðrum ástæðum.

New pledges

Pledge history

Dóri og Brynja
Amount25,000 kr.
Þú ert best🤗❤️
Rúna og Torfi
Amount5,000 kr.
Gangi þér vel
Guðný Hjaltadóttir
Amount7,500 kr.
Ég er sammála að þú ert geitin og þú ert úr líka úr gulli
Einar Stefánsson ehf
Amount5,000 kr.
Hlaupa lengra
Kristin Edwald
Amount5,000 kr.
Gangi þér vel 💕
Solveig Sigurbjörnsdottir
Amount5,000 kr.
No message
Einar Guðfinnsson
Amount5,000 kr.
No message
Davíð Einar og foreldrar
Amount5,000 kr.
Öflug!
Lóa og Björn
Amount5,000 kr.
Áfram Pálína Björk!!
Þórunn Stefánsdóttir
Amount2,000 kr.
No message
Bergrós&Stefán
Amount5,000 kr.
No message
Elísabet
Amount10,000 kr.
No message
Birna Anna
Amount2,000 kr.
Gangi þér vel!
Guðrún Inga
Amount2,000 kr.
No message
Amma Pálína
Amount25,000 kr.
No message
Afi Jóhannes
Amount25,000 kr.
No message
Hulda
Amount2,000 kr.
Virkilega þarft málefni
P
Amount20,000 kr.
No message
Halla
Amount2,000 kr.
Lang best <3
Halldóra Þ.
Amount5,000 kr.
No message
Óliver Máni Halldórsson
Amount7,500 kr.
Þú ert geitin og átt eftir að slátra þessu hlaupi. Því heiti ég á þig pening til styrktar seliaksamtakanna

Styrktaraðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • 66 Norður
  • Gatorade