Runners

Ísak Jónasson
Supporting Icelandic Childhood Cancer Organization and is a member of Fyrir Aríu Rún
Total collected
Goal
Preferred Payment Method

Fyrir tæpu einu ári gjörbreyttist lífið okkar þegar læknarnir tilkynntu okkur að Aría væri með hvítblæði, þá 18 mánaða gömul. Áfallið, sorgin, reiðin voru allsráðandi næstu vikur/mánuði. Krefjandi lyfjameðferð tók strax við, ótal svæfingar, innlagnir, sterar og ógleði. Mikið af erfiðasta tímanum er enn í móðu og enn á hún yfir ár eftir af meðferð.
En hún Aría hefur staðið sig ótrúlega. Að fylgjast með henni vaxa og takast á við þessi veikindi hefur verið alveg einstakt. Í byrjun kom hún engum lyfjum niður nema í gegnum sondu. Í dag hjálpar hún okkur og hjúkrunarfræðingum með lyfjagjafirnar. Sagt er að í gegnum erfiða tíma lærir maður margt… En aldrei hefði mér grunar hversu lærdómsríkt þetta ferli hefur verið. Hún er mín helsta hvatning og því er ekki annað í boði en að taka sig saman og hlaupa 21km í Reykjavíkurmaraþoninu.
Hlaupahópurinn Fyrir Aríu Rún hleypur fyrir Styrktarfélag Krabbameinsveikra barna.Hjálpin sem við höfum fengið frá SKB hefur verið ómetanleg og því hvet ég alla sem geta að smella á hlekkinn og styrkja gott málefni ❤️
https://www.rmi.is/hlaupastyrkur/hlaupahopar/16640-fyrir-ariu-run
Munum að lífið er stutt og brothætt, nýtum tímann í það skiptir raunverulega máli. Augnablik liðið kemur aldrei aftur, njótum þess á meðan er 💜
Icelandic Childhood Cancer Organization
Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna var stofnað 1991 af foreldrum barna með krabbamein en árlega greinast 12-14 börn með krabbamein á Íslandi. Tilgangur félagsins er að styðja krabbameinssjúk börn og aðstandendur og gæta hagsmuna þeirra á öllum sviðum. Það sinnir fræðslu- og útgáfustarfsemi um sérstöðu og þarfir krabbameinsveikra barna og um síðbúnar afleiðingar eftir krabbameinsmeðferð.
New pledges
Pledge history
No pledges yet