Góðgerðarmál
Málfrelsissjóður
Samtals Safnað
Fjöldi áheita
Hugmyndin að stofnun Málfrelsissjóðs kviknaði þegar tvær konur voru dæmdar til greiðslu skaðabóta vegna ummæla um kynferðisbrot sem lýst hafði verið í fjölmiðlum. Sambærilegir dómar hafa fallið áður og hótanir um málsóknir verða æ algengari gagnvart konum og jaðarsettu fólki sem hefur sig í frammi í umræðum um kynbundið ofbeldi í samfélaginu.
Sjóðurinn er stofnaður á femínískum forsendum og tilgangur hans er að standa gegn kerfisbundinni þöggun kvenna og jaðarsettra hópa. Dómskerfið er allt of oft nýtt sem kúgunartæki ofbeldismanna til þöggunar frekar en réttlætis.
Málfrelsissjóði er ætlað að vera skjöldur og styrkur fyrir þau sem þora að tala um kynbundið ofbeldi og áhrif þess, án þess að ofbeldismenn fái að stýra hvenær eða hvernig það er gert.
Einstaklingar sem safna fyrir félagið
Nýir styrkir