Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka

Reykjavíkurmaraþon var stofnað árið 1984. Frá 2003 hefur Reykjavíkurmaraþon verið í umsjón Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) sem eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Á vegum Íþróttabandalags Reykjavíkur eru árlega haldnir fimm stórir íþróttaviðburðir sem auk Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka eru Miðnæturhlaup Suzuki, Laugavegshlaupið, Reykjavik International Games og Norðurljósahlaup Orkusölunnar. Yfir 500 sjálfboðaliðar koma að framkvæmd Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka, flestir þeirra eru úr íþróttafélögunum í Reykjavík.

Hagnaði Reykjavíkurmaraþons síðustu ár hefur verið skipt í tvennt og helmingur settur í að byggja upp hlaupin svo sem með kaupum á búnaði eða þróun. Hinn helmingurinn er notaður til að styðja starf íþróttafélaganna í Reykjavík í gegnum styrktarsjóð ÍBR.

Framkvæmdaraðili Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka er Íþróttabandalag Reykjavíkur.  

ÍBR viðburðir

kt. 590493-2369
Engjavegi 6
104 Reykjavík

Upplýsingar eru veittar í gegnum eftirfarandi netföng:

Almennt um hlaupið og skráningu: info@marathon.is
Íþróttahópar og einstaklingar sem vilja starfa við hlaupið: starfsmenn@marathon.is

Hér fyrir neðan má finna upplýsingar um sögu hlaupsins og dagsetningar næstu hlaupa.

Þátttakendur að koma í mark í Lækjargötu

Næstu hlaup

Reykjavíkurmaraþon hefur farið fram í miðbæ Reykjavíkur árlega síðan 1984. Undanfarin ár hefur hlaupið farið fram á sama degi og Menningarnótt sem er haldin hátíðleg í Reykjavík og fer fram laugardaginn á/eftir afmæli Reykjavíkur, 18.ágúst.

Næstu hlaup eru:
24. ágúst 2024
23. ágúst 2025
22. ágúst 2026

Saga hlaupsins

Árið 1983 fengu tveir ungir menn í ferðabransanum hugmynd af því að halda maraþon í Reykjavík með það að markmiði að fá fleiri ferðamenn til Íslands. Þetta voru þeir Knútur Óskarsson sem þá starfaði hjá Úrvali og Steinn Lárusson hjá Flugleiðum. Hugmyndin varð að veruleika og var fyrsta hlaupið haldið árið 1984.

Alls voru 214 skráðir til þátttöku fyrsta árið, 135 Íslendingar og 79 frá öðrum löndum. Síðan þá hefur þátttakendum fjölgað svo um munar. Aldrei hafa fleiri tekið þátt en í 31.hlaupinu árið 2014 en þá voru skráðir þátttakendur 15.552 talsins. Sjá nánar undir tölfræði.

Frá árinu 2003 hefur Reykjavíkurmaraþon verið í umsjón Íþróttabandalags Reykjavíkur sem eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Innan Íþróttabandalagsins eru rúmlega 70 íþróttafélög. Þeir 600 starfsmenn sem koma að framkvæmd Reykjavíkurmaraþons koma flestir úr íþróttafélögunum í Reykjavík.

Margir frægir hlauparar hafa tekið þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í gegnum árin. Má þar nefna Stefano Baldini, Frank Shorter, Hugh Jones, Grete Waitz, Waldemar Cierpinski and Fred Lebow.

Frá árinu 2007 hefur þátttakendum í Reykjavíkurmaraþoni boðist að hlaupa til styrktar góðu málefni. Meira en hundrað góðgerðafélög taka þátt í áheitasöfnuninni ár hvert og hefur safnað fé aukist frá ári til árs. Hér má finna nánari upplýsingar um sögu áheitasöfnunarinnar.

Tímarit Reykjavíkurmaraþonsins

Hægt er að skoða gömul tímarit hlaupsins hér.

Styrktaraðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • ÍTR
  • 66 Norður
  • Kynnisferðir / Reykjavik Excursions
  • Gatorade