Takk fyrir samstarfið
Við viljum þakka samstarfsaðilum okkar í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka fyrir frábært samstarf og stuðning. Með ykkar aðkomu er mögulegt að halda þetta stóra og skemmtilega hlaup ár hvert.
Samstarfið skiptir miklu máli og við kunnum vel að meta það.

Sportvörur
Við höfum ástríðu fyrir íþróttum og leggjum metnað okkar í að veita framúrskarandi þjónustu og bjóðum upp á gæða vörur frá þekktum vörumerkjum sem hjálpa íþróttafólki að ná markmiðum sínum. Við sérhæfum okkur í minni og stærri æfingatækjum, lyftingavörum, bardagavörum og hlaupavörum ásamt því að bjóða upp á hágæða fæðubótarefni, íþróttafatnað og skó fyrir alhliða líkamsrækt.

Íslandshótel
Fyrirmyndarþjónusta og frumkvæði til að gera betur.
Í laufunum eru okkar loforð. Öll okkar samskipti byggja á hinni gullnu reglu og okkar sameiginlega markmið er að fara fram úr væntingum gesta okkar.
Við erum samheldinn hópur ólíkra einstaklinga sem mynda öfluga liðsheild. Við viljum veita framúrskarandi þjónustu og við leitum ávallt leiða til þess að fara fram úr væntingum gesta. Við erum sannfærð um að skýr markmið og skilvirkir ferlar séu forsenda vaxtar og velgengni í árangursríkum rekstri.

Teya
Markmið Teya er að einfalda fyrirtækjum dagleg störf. Við vinnum statt og stöðugt að því að byggja vörur og tengingar sem eru auðveldar í notkun og gera meðlimum okkar kleift að taka við greiðslum og auka afkomu fyrirtækja sinna. Við erum meðlimum okkar ávalt innan handar, svo þú getir einbeitt þér að því sem mestu máli skiptir, daglegum rekstri.
Á árinu mun Teya kynna nýjar vörur til leiks sem munu meðal annars gefa fyrirtækjum greiðari aðgang að fjármagni á sanngjörnu og viðráðanlegu verði sem og gera þeim kleift að hafa yfirsýn yfir reksturinn í gegnum Teya appið hvar og hvenær sem er.

66 Norður
66°Norður er íslenskt fyrirtæki sem hannar, framleiðir og selur föt. Fötin eru sniðin á börn, konur og menn og henta fyrir alla útiveru. Fyrirtækið hefur unnið mörg hönnunarverðlaun fyrir vörur sínar, svo sem Scandinavian Outdoor Awards.
Finndu þér glæsileg hlaupaföt frá 66 Norður fyrir sumarið hér.

Suzuki
Suzuki á Íslandi sérhæfir sig i sölu og þjónustu á Suzuki bifreiðum, mótorhjólum, fjórhjólum, varahlutum og aukahlutum með það að leiðarljósi að veita úrvals þjónustu á öllum sviðum. Suzuki leggur mikinn metnað í að veita viðskiptavinum sínum persónulega, góða og faglega þjónustu.

Reykjavík Excursions
Reykjavik Excursions (Kynnisferðir) var stofnað árið 1968 og fagnaði 50 ára afmæli sínu árið 2018. Fyrirtækið, sem er með fullgild ferðaskrifstofu- og fararstjóraleyfi, hefur á síðustu fimm áratugum vaxið og dafnað og er nú eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins. Það býður upp á fjölbreytt úrval gæðaferða og þjónustu fyrir einstaklinga og hópa.