Hlaupastyrkur

Góðgerðarmál

Styrktarsjóður Emblu Bjartar

Samtals Safnað

0 kr.

Fjöldi áheita

0

Embla Björt fæddist 20. Maí 2021 á Landsspítalanum. Fyrir útskrift af sængurlegudeild kvenna var Embla farin að sýna gulu sem var mæld og var innan marka. Fjölskyldan fer heim til sín en hún er búsett á Reyðarfirði. Embla heldur áfram í ungbarnaeftirliti á Reyðarfirði. Fyrstu vikurnar eftir heimkomu gengu illa, Embla litla átti erfitt með að þrífast og ældi mikið og hægðirnar urðu skrítnari með hverjum deginum. Um miðjan júní var Embla send suður til nánari skoðunar. En þá kom í ljós að Embla Björt var ekki með þessa venjulegu brjóstamjólkur gulu heldur stafaði gulan út frá lifrinni. Eftir miklar rannsóknir kom í ljós að gallvegirnir voru þröngir þannig að gallið skilaði sér ekki niður í þarma heldur safnaðist upp í lifrinni. Embla var lögð inn á Barnaspítalann og viku seinna var hún komin út til Svíþjóðar í Kasai aðgerð. Embla Björt var fljót að ná sér og tveimur vikum eftir Kasai aðgerð var hún komin til Íslands og lagðist hún þá aftur inn á Barnaspítalann. Eftir tveggja vikna dvöl á Barnaspítalanum fékk hún að fara heim til sín á Reyðarfjörð. En sú dvöl var stutt eða aðeins tveir dagar en þá var Embla orðin veik og flutt aftur suður á Barnaspítalann og við tók tveggja vikna lyfjameðferð. Svona leið því miður haustið og fram að jólum að Embla var meira en minna inniliggjandi á Barnaspítalanum með endurteknar sýkingar. Um miðjan janúar 2022 veikist Embla. Í þetta skipti versnaði heilsu hennar mikið og í tvígang var hún flutt á gjörgæslu. Í lok janúar var fyrirséð að hún þyrfti í lifrarskipti. Þann 15. Febrúar var Emblu flogið út með sjúkraflugi til Gautaborgar í Svíþjóð og við tók biðin eftir nýrri lifur. En 10 apríl eftir tveggja mánaða bið fór Embla í lifraskiptin og tók aðgerðin 10 klukkutíma og kláraðist hún að morgni 11 apríl. Nú er fylgst vel með Emblu, hvernig hún bregst við nýju lifrinni og verður hún undir ströngu eftirliti næstu mánuði og ár.

Styrktaraðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • ÍTR
  • 66 Norður
  • Kynnisferðir / Reykjavik Excursions
  • Gatorade