Hlaupastyrkur

Góðgerðarmál

Samtals Safnað

3.000 kr.

Fjöldi áheita

2

Læti! / Stelpur rokka! eru sjálfboðaliðarekin samtök sem starfa af femínískri hugsjón við að efla jaðarsett kyn í gegnum tónlistarsköpun og jafnréttisstarf. Við stuðlum að jafnrétti og inngildingu í tónlist og fræðum bæði þátttakendur og aðra um jafnréttismál á því sviði. Við notum eflandi kennsluaðferðir þar sem þátttakendur læra á hljóðfæri, spila saman í hljómsveit, kynnast farsælum tónlistarfólki, fræðast um ýmsar hliðar tónlistar og jafnréttisbaráttu og koma fram á lokatónleikum fyrir framan fullan sal vina og fjölskyldu.

Í ár fara öll framlög söfnunarinnar óskert til rokkbúða systursamtaka okkar í Tógó, Vestur-Afríku. Valdefling kvenna er eitt af meginmarkmiðum rokkbúðanna í Tógó. Þar læra stúlkurnar á hljóðfæri, söng og dans milli þess að fá öruggt rými til að tjá skoðanir sínar á þeim málefnum sem brenna á þeim. Kvenréttindi af ýmsu tagi eru mikið rædd. Verkefnið gerir ungum tógólískum stúlkum kleift að hafa rými til tónlistarsköpunar, rými sem er oftast ætlað drengjum, og skapa þar jákvætt, styðjandi og hvetjandi andrúmsloft þar sem þær geta tjáð sig frjálslega. Í búðunum fá tógóskar stúlkur að láta sína eigin rödd heyrast, til að þora að taka áhættu og mistakast og til að setja sig í nýjar og spennandi aðstæður.

Einstaklingar sem safna fyrir félagið

Runner
10 K

Mara Birna Jóhannsdóttir

Hefur safnað 1.000 kr. fyrir
Læti! / Stelpur rokka!
1.3% af markmiði
Runner
10 K

Esther Ýr Þorvaldsdóttir

Hefur safnað 2.000 kr. fyrir
Læti! / Stelpur rokka!
2.5% af markmiði
Runner
10 K

Erla Elíasdóttir Völudóttir

Er að safna fyrir
Læti! / Stelpur rokka!
0% af markmiði
Runner
10 K

Áslaug Einarsdóttir

Er að safna fyrir
Læti! / Stelpur rokka!
0% af markmiði

Nýir styrkir

Stöðuþráður hlaupara

Birta Rán Björgvinsdóttir
Upphæð2.000 kr.
Þú rokkar!
Fríða Rós Jóhannsdóttir
Upphæð1.000 kr.
Engin skilaboð

Styrktaraðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • ÍTR
  • 66 Norður
  • Kynnisferðir / Reykjavik Excursions
  • Gatorade