Hlaupahópur
Í minningu Almars
Hleypur fyrir Ljónshjarta – stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem hefur misst maka og börn þeirra sem hafa misst foreldri
Samtals Safnað
Markmið
Almar Yngvi féll fyrir eigin hendi árið 2021 og skilur eftir sig unnustu sína, Ástu Steinu og son þeirra Eirík Skúla. Við hlaupum fyrir Ljónshjarta sem styður við ungt fólk sem misst hefur maka og börn þeirra. Í leiðinni viljum við vekja athygli að andlegri geðheilsu ungra manna og þá þætti sem hægt er að koma í veg fyrir sjálfsvíg.
Ljónshjarta – stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem hefur misst maka og börn þeirra sem hafa misst foreldri
Makamissir í blóma lífsins er eitt mesta áfall sem hægt er að verða fyrir á lífsleiðinni. Það tekur mjög á að vera í djúpri sorg og sinna á sama tíma börnum og heimili. Stuðningsfélagið Ljónshjarta var stofnað í nóvember 2013 og hefur það meginmarkmið að aðstoða og styðja við ungt fólk sem hefur misst maka og börn þeirra sem hafa misst foreldri. Það er gert með jafningjastuðningi, fræðslu, upplýsingaöflun og samveru.
Hlauparar í hópnum
Nýir styrkir