Hlaupastyrkur

Góðgerðarmál

Samtals Safnað

0 kr.

Fjöldi áheita

0

Blár Apríl, styrktarfélag barna með einhverfu, var stofnað árið 2013 af Ragnhildi Ágústsdóttur, Rannveigu Tryggvadóttur og Þórhildi Birgisdóttur. Ragnhildur var formaður félagsins fyrstu 6 árin.  Markmið félagsins hefur alla tíð verið að stuðla að fræðslu og vitundarvakningu um málefni barna með einhverfu.

Félagið safnar fé allt árið sem rennur óskert til styrktar málefnum sem hafa bein áhrif á börn með einhverfu og fjölskyldur þeirra.  Félagið gefur út fræðsluefni, heldur námskeið og fyrirlestra fyrir aðstandendur einhverfra barna til að auka skilning og þekkingu á þeim hindrunum sem einhverf börn kljást við í daglegu lífi.   Auk þess að standa að öflugu fræðslustarfi hefur Blár Apríl einnig staðið fyrir ýmsum viðburðum sérstaklega sniðnum að þörfum einhverfra barna til að gera þeim kleift að taka þátt í skemmtiviðburðum án þess að þar sé til staðar áreiti sem getur reynst óþarfa álag á einhverfa einstaklinga.

Á hverju ári heldur félagið upp á “Bláa daginn” sem er oftast haldinn samhliða alþjóðlegum degi einhverfu sem er 2. apríl á ári hverju en ef 2. apríl lendir á helgi eða páskafríi hefur verið valinn annar heppilegur dagur þar sem Blái dagurinn hefur skapað sér sess í grunn- og leikskólum landsins og margir bíða spenntir eftir honum á hverju ári.

Félaginu er stýrt og rekið af foreldrum einhverfra barna í sjálfboðaliðavinnu.

Einstaklingar sem safna fyrir félagið

Halldór Bjarnason

Er að safna fyrir
0% af markmiði

Márus Þór Arnarson

Er að safna fyrir
0% af markmiði

Guðjón Ingi Guðmundsson

Er að safna fyrir
0% af markmiði

Samstarfsaðilar