Hlaupastyrkur

Góðgerðarmál

Ekki gefast upp! - Líkamsrækt fyrir börn og ungmenni sem glíma við kvíða og þunglyndi

Samtals Safnað

0 kr.

Fjöldi áheita

0

Við vitum hvað hreyfing er gríðarlega mikilvæg fyrir andlega líðan en þér þarf að líða vel að stunda hana, annars er ekki hægt að gera hana að reglubundnum lífsstíl. Ekki gefast upp! er líkamsræktarnámskeið fyrir börn og ungmenni á aldrinum 10-18 ára sem glíma við þunglyndi og kvíða.

 Að iðkendur öðlist jákvæða upplifun af hreyfingu sem þau kannski hafa ekki fengið tækifæri til vegna utanaðkomandi þátta á borð við einelti, félagskvíða eða skakrar líkamsímyndar. Það er ótrúlega fjölbreyttur hópur krakka sem kemur til okkar og hafa kannski ekki fundið sig í skipulögðu íþróttastarfi, til dæmis krakkar með einhverfu, félagsfælni, kvíða eða þunglyndi en einnig krakkar sem eru trans eða af öðru kyni en stelpa eða strákur. 

„Allt annað er aukaatriði. Að þau finni fyrir öryggi og fái alla þá hjálp frá okkur sem þau mögulega þurfa til að fá jákvæða upplifun af líkamsrækt. Því ef þau hafa áhuga á að hreyfa sig þá munum við gera allt sem í okkar valdi stendur til að þau öðlist aukið sjálfstraust í gegnum líkamsrækt.


Styrktaraðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • ÍTR
  • 66 Norður
  • Kynnisferðir / Reykjavik Excursions
  • Gatorade