Hlaupastyrkur

Góðgerðarmál

Trúðavaktin, íslensku sjúkrahústrúðarnir

Samtals Safnað

0 kr.

Fjöldi áheita

0

Trúðavaktin, íslensku sjúkrahústrúðarnir, eru fyrstir sinnar tegundar á Íslandi. Vaktina skipa fagmenntaðir leikarar sem hafa hlotið sérstaka þjálfun í aðferðafræði og vinnusiðferði sjúkrahústrúða. Trúðavaktin býður ókeypis þjónustu fyrir Barnaspítala Hringsins. Trúðarnir heimsækja öll börn frá 0-18 ára á spítalanum, alla fimmtudaga, allt árið um kring, tveir trúðar í senn. Deildirnar sem trúðarnir heimsækja eru legudeild lyf og skurðlækninga, dagdeild barna, vökudeild, bráðamóttaka barna og gjörgæsla. Öll börn, sem vilja fá heimsókn. Þetta eru stuttar spunaheimsóknir sem endast allt frá 5 sekúndum upp í 10 mínútur.

Trúðavaktin, hóf starfsemi sína 1. Mars 2018 og samanstendur af 14 sviðslistamenntuðum einstaklingum og er rekin í góðri samvinnu við barnadeildir sjúkrahússins. Trúðavaktin hefur skýran starfsramma sem settur hefur verið í samráði við Landspítala og tekur mið af starfsreglum og starfsumgjörð sem alþjóðasamtök sjúkrahústrúða hafa þróað.

Helsta markmið Trúðavaktarinnar er að halda áfram að gleðja og létta lund veikra barna og fjölskyldna þeirra. Spítalinn veitir mikilvæga læknishjálp og umönnun en á sama tíma er dvöl á spítala stórkostlegt inngrip í daglegt líf barna og einkennist oft af þungum hugsunum, ótta, sársauka, leiða, samskiptaörðugleikum og endurtekningum. Þegar umhverfið í kringum barnið er afslappað og fyllist hlátri og gleði, hefur það áhrif á barnið og skapar öryggi og bætta líðan. Ekki má gleyma að minnast á sameiginlega reynslu sem börn öðlast með aðstandendum sínum og trúðunum. Þetta getur verið stór skemmtileg upplifun sem hægt er að tala um eftir að trúðarnir hafa yfirgefið herbergið. Þannig getur trúðurinn lagt sitt af mörkum til að gera upplifun og endurminningar barnsins af dvölinni jákvæðari.

Þetta er gífurlega mikilvægt verkefni sem unnið er af mikilli ástríðu og reiðir sig alfarið á fjármagn í formi styrkja til áframhaldandi starfsemi. Trúðavaktin leggur áherslu á að Barnaspítalinn muni aldrei bera neinn kostnað af eða koma að fjármögnun Trúðavaktarinnar.

Styrktaraðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • ÍTR
  • 66 Norður
  • Kynnisferðir / Reykjavik Excursions
  • Gatorade