Hlaupastyrkur

Góðgerðarmál

Haven Rescue Home - Styrktarfélag

Samtals Safnað

104.000 kr.

Fjöldi áheita

14

Haven Rescue Home (HRH) er heimili fyrir stúlkur, 18 ára og yngri, sem eru barnshafandi og mæður ungra barna.  Í Kenía ríkir mikil fátækt og eitt af þeim mörgu vandamálum sem fylgir fátækt er að ungar stúlkur verða barnshafandi og ljúka ekki skólagöngu. Ríkjandi hugarfar í samfélaginu er að þegar þú ert orðin móðir sé skólagöngunni lokið, mæður eigi að taka ábyrgð á barni og sjá fyrir fjölskyldu sinni. Þær stúlkur sem kjósa að halda áfram að mennta sig hafa hingað til einungis haft þann möguleika að gefa barn sitt frá sér. Mörg heimili taka við ungabörnum sem fjölskyldur gefa frá sér, en aðeins örfá heimili eru starfrækt sem aðstoða bæði móður og barn.  

Markmið HRH er að gefa þessum stúlkum tækifæri til betra lífs. Á meðan þær klára skólagönguna er þeim boðið að búa með barnið sitt inni á heimilinu og fá nauðsynlega aðstoð til að geta sinnt bæði skóla og barni. Með því að klára skólagöngu eiga þær svo möguleika á að fá góða vinnu og geta flutt út í þjóðfélagið aftur sem sterkari einstaklingar. Með þessu móti er vítahringur fátæktar brotinn, en flestar þessara stúlkna koma frá fjölskyldum sem hafa alla tíð búið við fátækt. Þessi lausn er mun sjálfbærari en heimili fyrir munaðarlaus börn og veitir mæðrum og börnum það einstaka tækifæri að fóta sig saman í lífinu. 

HRH leitast við að sú vinna sem fram fer á heimilinu sé fagleg og geri skjólstæðingana sterka til að geta framfleytt sér og börnum sínum.  Á heimilinu vinnur menntaður félagsráðgjafi, sálfræðingur í hlutastarfi, leikskólakennari ásamt öðrum starfsmönnum sem hafa unnið lengi á heimilinu og fengið þjálfun.  Heimilið var stofnað í maí 2017 af Önnu Þóru Baldursdóttur.  Frá árinu 2017 hefur heimilið hýst 83 einstaklinga, ýmist í lengri eða skemmri tíma. Af þeim búa 21 á heimilinu í dag.

Einstaklingar sem safna fyrir félagið

Runner
10 K

Hafdís Ósk Baldursdóttir

Hefur safnað 10.000 kr. fyrir
Haven Rescue Home - Styrktarfélag
10% af markmiði
Runner
Half Marathon

Þóra Björk Þórsdóttir

Hefur safnað 89.000 kr. fyrir
Haven Rescue Home - Styrktarfélag
89% af markmiði
Runner
10 K

Emma Finch

Hefur safnað 5.000 kr. fyrir
Haven Rescue Home - Styrktarfélag
33% af markmiði

Nýir styrkir

Stöðuþráður hlaupara

Martyna
Upphæð2.000 kr.
Engin skilaboð
Upphæð1.000 kr.
Engin skilaboð
Kristín Ingvarsdóttir
Upphæð3.000 kr.
Gangi þér vel með hlaupið og söfnunina! :)
Jóhanna Björnsdóttir
Upphæð5.000 kr.
Gangi þér vel ❤️
Jennifer
Upphæð5.000 kr.
Finch
Ásdis Smith
Upphæð20.000 kr.
Hlauptu Þóra! Hlauptu!
Sandra Líf
Upphæð5.000 kr.
u can do it besta mín
Sunna
Upphæð10.000 kr.
Áfram Þóra 😎☝🏼
Hekla Kaðlín Smith
Upphæð10.000 kr.
Áfram Þóra besta kona lífs míns !
kristofer liljar
Upphæð10.000 kr.
lets go
Sigrún Valdís
Upphæð3.000 kr.
Duglegust!
María Björnsdóttir
Upphæð10.000 kr.
Áfram Þóra
Henný S Gústafsdóttir
Upphæð10.000 kr.
🥰
Halla Þorsteinsdóttir
Upphæð10.000 kr.
Áfram Þóra!

Styrktaraðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • ÍTR
  • 66 Norður
  • Kynnisferðir / Reykjavik Excursions
  • Gatorade