Hlaupahópur
Gleymum ekki gleðinni
Hleypur fyrir Alzheimersamtökin
Samtals Safnað
Markmið
Ákjósanleg greiðsluleið
Við stofnuðum hlaupahópinn gleymum ekki gleðinni árið 2017 þegar Stefán Hrafnkelsson greindist með Alzheimer, þá 58 ára gamall.
Stefán hefur alla tíð verið duglegur að hreyfa sig og hlaupið reglulega og hafa hann og systkini hans hisst vikulega í mörg ár og hlaupið saman. Þrátt fyrir að færni hans hafi minnkað mikið síðustu árin hefur hann verið svo heppinn að geta ennþá hlaupið og ætlar hann að hlaupa með okkur 10km í Reykjavíkurmaraþoninu en hann hefur tekið þátt í því og hlaupið til styrktar Alzheimersamtökunum fra því hann greindist.
Alzheimersamtökin vinna virkilega mikilvægt starf fyrir einstaklinga sem greinst hafa með heilabilun og aðstandendur þeirra. Samtökin veita mikilvæga fræðslu, ráðgjöf og stuðning fyrir þá sem mest þurfa. Ég hvet alla til að styrkja Alzheimersamtökin og þar með það ómetanlega starf sem þau vinna. Það sem við fjölskyldan leggjum áherslu á er að þó svo minnið láti undan síga er mikilvægt að gleyma ekki gleðinni.
Alzheimersamtökin
Ætlar þú að hlaupa í Reykjavíkur maraþoninu? Við höfum fengið ómetanlegan styrk í gegnum árin frá hlaupurum á öllum aldri. Þú getur styrkt okkur með þínu hlaupi í ágúst.
Helga Hauksdóttir
Sigurður Davíð Stefánsson
Stefán Hrafnkelsson
Nýir styrkir