Góðgerðarmál

Alzheimersamtökin
Samtals Safnað
Fjöldi áheita
Ætlar þú að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu? Við höfum fengið ómetanlegan styrk í gegnum árin frá hlaupurum á öllum aldri. Þú getur styrkt okkur með þínu hlaupi í ágúst.
Alzheimersamtökin er félag einstaklinga með heilabilun og aðstandenda og velunnara þeirra. Markmið samtakanna er að gæta hagsmuna skjólstæðinga sinna, efla samvinnu og samheldni með fræðslu, ráðgjöf og stuðningi.
Við vinnum einnig að því að auka skilning stjórnvalda, heilbrigðisstétta og almennings á þeim áskorunum sem einstaklingar með heilabilun og aðstandendur þeirra glíma við frá degi til dags.
Þessum markmiðum ná samtökin með því að halda úti öflugu ráðgjafa- og fræðslustarfi. Við erum með reglulega fræðslufundi sem eru einnig teknir upp og aðgengilegir á vefsíðunni. Þá höldum við fræðsluerindi fyrir almenning, stofnanir og fyrirtæki víðs vegar um landið og erum með upplýsingaríka vefsíðu og virka samfélagsmiðla. Einstaklingar og fjölskyldur geta einnig bókað ráðgjafaviðtal hjá okkur sem er öllum að kostnaðarlausu.
Alzheimersamtökin reka einnig tvær sérhæfðar dagþjálfanir auk þess sem við rekum Seigluna – þjónusta fyrir fólk sem skammt er gengið með sinn sjúkdóm og aðstandendur þeirra.
Hlaupa fyrir samtökin
Við hvetjum einstaklinga og hlaupahópa til að hlaupa til styrktar samtökunum. Ef þinn hópur vill fræðast meira um heilabilun þá bjóðum við upp á fræðslu ykkur að kostnaðarlausu, hafið samband við okkur á alzheimer@alzheimer.is.
Opnum umræðuna um heilabilun í okkar nærumhverfi og verum virkir þátttakendur í að minnka félagslega einangrun fólks með heilabilun og auka þannig lífsgæði þeirra. Þau sem hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni fyrir Alzheimersamtökin hlaupa í leiðinni fyrir alla okkar skjólstæðinga.
Upphitun, skráningarhátíð og stuðningur
Allir hlauparar fá bol frá samtökunum og annan glaðning. Við verðum með upphitunarviðburð í vikunni fyrir hlaup, bás á skráningarhátíðinni og öflugan stuðning á hliðarlínunni.
Nánari upplýsingar á www.alzheimer.is eða á Facebook: Alzheimersamtökin.
Takk fyrir stuðninginn!
Einstaklingar sem safna fyrir félagið
Hópar sem safna fyrir félagið
Nýir styrkir