Hlaupahópur
Team Tómas Páll
Hleypur fyrir Reykjadalur - helgar og sumarbúðir
Samtals Safnað
Markmið
Ákjósanleg greiðsluleið
Við ætlum að rúlla saman fjölskyldan með Tómas Pál í Reykjavíkurmaraþoni.
Tómas Páll eða Tommi er með sjaldgæfan litningagalla sem heitir Phelan Mcdermid Syndrome, PMS. PMS veldur þroskaskerðingu, flogaveiki, einhverfu og líkamlegri fötlun. Fyrir vikið hefur Tommi miklar sérþarfir, og kemur þá Reykjadalur til sögunnar. Þar er unnið svo frábært starf, og gerir öðrum í fjölskyldunni kleift að komast í þakklátt sumarfrí.
Vonandi rúllum við þessu upp, hvernig sem er ætlum við að hafa gaman :o)
Takk fyrir stuðninginn !
Reykjadalur - helgar og sumarbúðir
Markmið okkar í Reykjadal er að bjóða upp á fjölbreytt tómstundartækifæri þar sem börn og ungmenni fá að njóta sín á eigin forsendum. Vinátta og gleði er mikilvægur þáttur í starfseminni þar sem áhersla er lögð á að öll geti eignast vini og séu fremst á meðal jafningja. Boðið er upp á sumar- og helgardvalir fyrir fötluð börn og ungmenni í Mosfellsdal allt árið um kring. Auk þess er boðið upp á Ævintýrabúðir fyrir börn með ADHD, einhverfu og andlegar áskoranir og fjölbreytta samveru og jafningastuðning fyrir ungt fatlað fólk og fjölskyldur þeirra. Alls nýta sér um 400 börn og ungmenni úrræði á vegum Reykjadals ár hvert.
Hlauparar í hópnum
Nýir styrkir