Hlaupahópur
Við mæðgurnar ætlum að hlaupa fyrir mömmu/ömmu og safna fyrir Alzheimersamtökin.
Alzheimer er ólæknandi sjúkdómur sem rænir fólk smátt og smátt allri færni og leiðir á endanum til dauða. Alzheimersamtökin vinna mjög mikilvægt starf við að auka vitund og þekkingu á sjúkdómnum auk þess að þjónusta fólk með heilabilun og aðstandendur þeirra.
Alzheimersamtökin eru rekin á styrkjum og við hvetjum alla sem hafa tök á því, að styrkja samtökin. Eitt af þeirra mörgu brýnu verkefnum í dag er að auka þjónustu við fólk sem greinist ungt með heilabilun, en þjónustu við þann hóp er mjög ábótavant.
Alzheimersamtökin
Ætlar þú að hlaupa í Reykjavíkur maraþoninu? Við höfum fengið ómetanlegan styrk í gegnum árin frá hlaupurum á öllum aldri. Þú getur styrkt okkur með þínu hlaupi í ágúst.
Gréta Hlín Sveinsdottir
Elín Ása Bjarnadóttir
Nýir styrkir